Skráningarfærsla handrits
AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,23
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Vitnisburðarbréf; 1598
Innihald
Vitnisburðarbréf
„Svofelldan vitnisburð ber ég Gunnfríður Jónsdóttir, að ég var vistföst, vestur í Bæ á Rauðasandi, í fjögur samfleytt ár. Varð ég oft og ósjaldan áheyrsla, að Magnús heitinn Jónsson sofnaður í Guði, lýsti því …“
Gunnfríður Jónsdóttir staðfestir að hafa heyrt Magnús Jónsson lýsa því að hann gæfi Elínu Magnúsdóttur, dóttur sinni, jörðina Ballará í staðinn fyrir jörðina Þóroddsstaði (réttara Þórustaði, sbr. utanáskrift). Bjarni Kálfsson, Guðmundur Tómasson og Jón Helgason votta að hafa heyrt vitnisburð Gunnfríðar. Bréfið er dagsett 27. apríl 1598.
Utanáskrift á bakhlið: „Vitnisburður um Þórustaði og Ballará er M. heitinn …“
Lýsing á handriti
Ein hönd.
Óþekktur skrifari, léttiskrift.
Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.
Þrjú innsigli eru fyrir bréfinu.
Uppruni og ferill
Aðrar upplýsingar
- BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 23. maí 2018.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.
- Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.