Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. LXXIII,17

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Vitnisburðarbréf um fráfall Sólveigar Björnsdóttur; 1567

Nafn
Bjarni Gunnar Ásgeirsson 
Fæddur
8. ágúst 1982 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r)
Vitnisburðarbréf um fráfall Sólveigar Björnsdóttur
Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber ég Ingibjörg Salómonsdóttir að hjá mér var vistföst í seytján ár sú kona sem hét Valgerður Gunnlaugsdóttir …

Aths.

Ingibjörg Salómonsdóttir ber þann vitnisburð að Valgerður Gunnlaugsdóttir hafi sagt henni að Sólveig Björnsdóttir hafi látist á eftir syni sínum, Jóni Pálssyni, og bróðurdætrum, Ólöfu og Þorbjörgu, í sóttinni miklu. Bréfið er dagsett 13. apríl 1567.

Göt eru fyrir tvo innsiglisþvengi sem hafa ekki varðveist.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn bindi XIV. nr. 430, bls. 609. Reykjavík 1944-1949.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað (95 mm x 128 mm).
Ástand
Brotalínur.
Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari, léttiskrift.

Band

Umbúðir og askja frá 1997 eða fyrr.

Uppruni og ferill

Uppruni
Skrifað á Másstöðum 13. apríl 1567.
Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við skjalinu í apríl 1997.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • BGÁ skráði samkvæmt reglum TEIP5 22. maí 2018.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1997 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
« »