Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,24

Dómsbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf
Upphaf

Það gjörum vér Jón Narfason og annar Jón Narfason, Jón Ólafsson, Markús Sveinsson, Teitur Jonsson og Erlingur Jónsson góðum mönnum …

Niðurlag

… fyrrnenfndra dómsmanna innsiglum fyrir þetta dómsbréf hvert er skrifað var á Kirkjubóli í Langadal in cathedra santci Petri apostoli, á sama ári og fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 430, bl. 514-515. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Dómur sex manna útnefndur af Ólafi Guðmundssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um ákærur Einars Jónssonar í umboði Valgerðar Einarsdóttur til Jóns Stulusonar, að hann hefði setið á ótekinni jörðunni Veðraá hinni meiri í Önundarfirði, með þeim fleiri greinum er bréfið hermir (DI IX:514).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (120 mm x 355 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 105 mm x 330 mm
  • Línufjöldi er 24.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „domur um udra áa er geck aa mosuollum“.

Á einum innsiglisvþengnum eru leifar á skrift og má greina þessi orð: „annar jon narfason...“

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 370 mm x 20 mm).

Innsigli

Þrjú innsigli eru varðveitt og tveir innsiglisþvengir að auki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Dómurinn var gerður á Mosvöllum í Önundarfirði 1. febrúar 1530 en bréfið var skrifað á Kirkjubóli 22. febrúar sama ár.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 21. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,24
  • Efnisorð
  • Dómar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf

Lýsigögn