Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,12

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Það gjörum vér Pétur Helgason og Þorgrímur Guðmundsson góðum mönnum kunnigt …

Niðurlag

… fyrir þetta bréf skrifað í sama stað og dag sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 370, bl. 447-448. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Vitnisburður um að Jón Arason biskup selur Magnúsi Björnssyni jörðina Nautabú í Mælifellskirkjusókn fyrir jarðirnar Róðugrund í Flugumýrarkirkjusókn og Ásgrímsstaði í Borgarkirkjusókn (DI IX:447).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (95 mm x 130 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 45 mm x 115 mm
  • Línufjöldi er 11.

Skrifarar og skrift

Skrifari er Jón Arason.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á þeim hluta bréfsins sem brotið hefur verið upp á er niðurlag annars bréfs, líklega ekki með sömu hendi, og það sem má lesa af því er: „j skagafirdi med ... þeim gognum og giædum sem greindum iordum a med logum ad fylgja. skylldi huorir hallda til laga þeim jordum er keyptu enn svara laga riptingu þeim jordum sem selldu. for þesse giorningur fram a flugu myri j skaga firdi. og til sannenda her vm settum vid fyrr skrifader menn okkur innsigli fyrir þetta bref skrifad j sama stad deigi og ari sem fyrr seigir.“

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað á Flugumýri 13. maí 1528.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 20. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn