Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,10

Kaupmáli ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Kaupmáli
Upphaf

In nomine domini Amen. Svofelldur kaupmáli lýstur og staðfestur …

Niðurlag

… á miðvikudaginn næsta eftir Pálsmessu um veturinn á þrítugsta ári og einu betur en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 358, bl. 436-437. Reykjavík 1909-1913.

Athugasemd

Kaupmáli á brúðkaupsdegi Sveins Jónssonar og Halldóru Einarsdóttur. Innsigli fyrir setja Helgi ábóti á Þingeyrum, Þormóður Arason, Skúli Guðmundsson, Hallur Styrkárson og Jón Guðmundsson (DI IX:436).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (85 mm x 175 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 65 mm x 160 mm
  • Línufjöldi er 14.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Fjórir innsiglisþvengir hanga við bréfið en ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Kaupmálinn var gerður á Höskuldsstöðum á Skagaströnd 3. nóvember 1527 en bréfið var skrifað á Skarði í Langadal 1. febrúar 1531.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 20. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,10
  • Efnisorð
  • Kaupmálar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Kaupmáli

Lýsigögn