Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLVII,3

Vitnisburðarbréf ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf
Upphaf

Það gjörum vér Thomas prestur Eireksson ráðsmann heilagrar Hóladómkirkju, Magnús Björnsson, Brandur Pálsson og Pétur Helgason leikmenn …

Niðurlag

… innsigli fyrir þetta bréf er skrifað var á Hólum í Hjaltadal, á sama ári og degi síðar en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnIX. nr. 293, bl. 351-352. Reykjavík 1909-1913

Athugasemd

Vitnisburður um að Jón Arason biskup hafi gefið Helgu Sigurðardóttur jörðina Hallland með tíu málnytukúgildum fyrir fimm tigi hundraða en Helga gefur jafnharðan Hólakirkju til próventu (DI IX:351-352).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (95 mm x 235 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 65 mm x 190 mm
  • Línufjöldi er 11.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Svo virðist sem aldrei hafi veirð innsigli fyrir bréfinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Hólum í Hjaltadal 30. apríl 1526.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 20. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn