Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,20

Vitnisburður um ágæti Vigfúsar Erlendssonar. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburður um ágæti Vigfúsar Erlendssonar.
Upphaf

Það gjörum vér Eirekur Þorsteinsson, Jón Þorvarðsson, Runólfur Þorsteinsson, Narfi Erlendsson, Ólafur Jónsson, Jón Eireksson, JÓn Helgason, Guðni Þórarinsson, Tómas Jónsson, Jón Hallsson, Björn Arnórsson, Ólafur Þorvaldsson og Ólafur Jónsson …

Niðurlag

… á Hlíðarenda í Fljótshlíð laugardainn næstan fyrir diuisi apostulorum, árum eftir guðs burð þúsund fimmhundruð og tuttugu ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 558, bl. 738-739. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Vitnisburðarbréf nokkurra helstu bænda fyrir sunnan land, til konungsins, um hirðstjórn og lögmennsku Vigfúsar Erlendssonar, og lýsa þeir yfir, að þeir vilji hafa hann að hirðstjóra eftir heitorðum Gamla sáttmála (DI VIII:738).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (130 mm x 235 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 115 mm x 205 mm
  • Línufjöldi er 22.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með þremur höndum: „bref konginum til skrifat vm islenska hirdstiora“ og „vigfus erlendsson“ og „olldungis klar retinebo tamen“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (370 mm x 290 mm x 20 mm).

Innsigli

Allir tólf innsiglisþvengirnir eru enn fastir við bréfið og níu innsigli, sum óheil.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Hlíðarenda í Fljótshlíð 14. júlí 1520.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 15. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn