Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLIV,2

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjörum vér Ívar Narfason, Bergur Tómasson, Gunnlaugur Gunnlaugsson góðum mönnum kunnigt með þessu …

Niðurlag

… á Mýrarlandi í Djúpafirði í Gufudalssókn á sama ári, fjórum dögum síðar en fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 506, bl. 662-663. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Ari Andrésson bóndi gefur Ormi Guðmundssyn (bróðursyni sínum) með samþykki, jáyrði og upplagi Þórdísar Gísladóttur konu sinnar og Guðmundar Andréssonar, jarðirnar Kamb, Kjós, Reykjafjörð, Naustvíkur, Kesvog og Ávík, allar fyrir sextigi hundraða, liggjandi á Ströndum, og þar með tuttugu málnytukúgildi, og skyldi Ormur taka að sér jarðirnar, þegar hann væri leystur úr föðurgarði (DI VIII:662).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (130 mm x 315 mm)
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 70 mm x 245 mm
  • Línufjöldi er 12.

Ástand
Bréfið er mjög dökkt, og krumpað að neðan.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Þrír innsiglisþvengir eru fastir við bréfið en ekkert innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Vitnisburðurinn var gerður í Saurbæ á Rauðasandi 17. júní 1518 en bréfið var skrifað á Mýrarlandi fjórum dögum síðar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 14. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn