Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,20

Dómsbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómsbréf.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Auðunn Sigurðsson, Þorkell Magnússon, Helgi Ísleifsson, Þórarinn Ögmundsson, Tómas Árnason og Sigurður Finnbogason …

Niðurlag

… á Grund í Eyjafirði þriðjudag næsta fyrir presentacio sancte Marie virginis á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 404, bl. 528-529. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Dómur sex manna útnefndur af Þorsteini Finnbogasyni konungs umboðsmanni í Þingeyjarþingi, er dæmir fullmektugt í allan máta konungsbréf, er kvitta Bessa Þorláksson af vígi Halls Magnússonar, svo og dagsbréf Finnboga lögmanns, og Bessa lögráðanda fjár síns (DI VIII:528).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (125 mm x 285 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 85 mm x 245 mm
  • Línufjöldi er 16.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Dómurinn var kveðinn á Ljósavatni 9. nóvember 1514 en bréfið var skrifað á Grund í Eyjafirði 14. nóvember sama ár.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XLII,20
  • Efnisorð
  • Dómar
    Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Dómsbréf.

Lýsigögn