Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XL,9

Transskript á jarðakaupabréfi fyrir Garði við Mývatn. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Transskript á jarðakaupabréfi fyrir Garði við Mývatn.
Upphaf

Það gjörum vér Þorvarður Björnsson, Jón Jónsson, Jón Sigmundsson og Haraldur Steinsson góðum mönnum …

Niðurlag

… skrifað á Þverá í Laxárdal mánudaginn næstan fyrir Jónsmessu biskups um vorið á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 251, bl. 303-304. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Bréfið hefst á vitnisburði sem gerður er á Héðinshöfða 1547 um lestur bréfsins sem síðan fylgir í transskripti en frumrit þess er ekki til. Þar segir að Eirekur Ívarsson, Hallur Ketilsson, Hans Runk og Jón Antoníusson votti að Halla Kolbeinsdóttir selji Finnboga Jónssyni lögmanni sex hundruð í jörðinni Garði við Mývatn fyrir fjögur hundruð í lausafé, með öðrum greinum. (DI VIII:303).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (115 mm x 215 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 95 mm x 185 mm
  • Línufjöldi er 19.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með tveimur höndum: „kaupbrief fyrir Gardi uid miuatn“ og „Gards bref“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Þrír innsiglisþvengir eru á bréfinu en ekkert innsigli. Þvengirnir eru skornir úr gömlu handriti og sést skrift á einum og leifar af rauðum upphafsstaf á öðrum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Transskriptarbréfið er skrifað á Héðinshöfða 1547 en frumritið á Þverá í Laxárdal 22. apríl 1510.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 30. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn