Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,18

Vitnisburðarbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf.
Upphaf

Það gjörum vér bróðir Árni með guðs náð ábóti í Viðey, Einar prestur Ingimundarson, Halldór Þorsteinsson og Gísli Jónsson prestar Skálholtsbiskupsdæmis …

Niðurlag

… og til sanninda hér um festum vér fyrr nefndir kennimenn vor innsigli fyrir þetta bréf skrifað í Skálholti in uigila johannis baptiste anno domini þúsund fimmhundruð octavo.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 184, bl. 218-219. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Vitnisburður fjögurra presata að Björn Guðnason hafi svarið Stepháni biskupi fullan bókareið að því, að hann skyldi gjalda kirkjunni í Vatnsfirði og Aðalvík alla þá peninga, er hann hefði frá þeim tekið eða hans menn, og sór Þorleifur Örnólfsson að veita sitt fylgi til að þetta yrði efnt. Sór Björn og að vera biskupinum til gagns og góða, kirkjunnar kennimönnum og staðarins mönnum í Skálholti, og lofaði bót og betrun bæði í skriptum og fjársektum (DI VIII:218-219).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (105-112 mm x 275 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 65-82 mm x 265 mm
  • Línufjöldi er 13.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v: „lofan og Eidur biarna gudinasonar og ornolfs þorleifssonar“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Innsigli fylgja ekki bréfinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað í Skálholti 23. júní 1508.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 23. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn