Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,11

Fastnaðarbréf vegna hjónabands Ingibjargar Pálsdóttur og Björns Þorleifssonar. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Fastnaðarbréf vegna hjónabands Ingibjargar Pálsdóttur og Björns Þorleifssonar.
Upphaf

Vér Stefán með Guðs náð biskup í Skálholti gjörum góðum mönnum kunnigt …

Niðurlag

… þetta dispenseranarbréf skrifað á Helgafelli í Helgafellssveit in crastino et crispini et crispiniani martirum anno domini þúsund fimmhundruð átta.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 208, bl. 250-251. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Stefán biskup í Skálholti afleysir Björn Þorleifsson og Ingibjörgu Pálsdóttur um allt það sem þau hafa brotleg orðið hér við guð og menn og dispensar með þeim um hjónaband þeirra og fastnar Björn Ingibjörgu á nýjaleik (DI VIII:250).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (153 mm x 245 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 105 mm x 200 mm
  • Línufjöldi er 17.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „fastnadar bref þeirra biarnar þorleifssonar og ingebiargar palsdottur“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 375 mm x 9 mm).

Innsigli

Innsigli biskups er varðveitt en nokkuð skemmt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað á Helgafelli í Helgafellssveit 26. október 1508.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 19. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,11
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn