Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,3

Vitnisburðarbréf um Grund í Eyjafirði. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Vitnisburðarbréf um Grund í Eyjafirði.
Upphaf

Það gjörum vér Magnús Þorkelsson, Einar Einarsson, Pétur Tómasson og Auðunn Sigurðsson lögréttumenn, Gamli Þorsteinsson, Björn Hákonarson, Þorkell Magnússon, Ketill Hálfdanarson, Eiríkur Ívarsson og Jón Magnússon …

Niðurlag

… á mánudaginn næsta fyrir exultacio sancte crucis á Hálsi í Hnjóskadal á þingstað réttum anno domini þúsund fimmhundruð átta.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 196, bl. 235-237. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Vitnisburðarbréf að Finnbogi lögmaður Jónsson las upp og lét lesa bréf og skilríki um Grund í Eyjafirði og lagði upp lög og dóm fyrir jörðina og alla peninga fasta og lausa, sem hann reiknaði sér (til arfs) fallið hafa eftir Guðríði dóttur sína (DI VIII:235).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (187 mm x 263 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 170 mm x 235 mm
  • Línufjöldi er 29.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v mögulega með hendi Guðbrands biskups: „grundar bref finnbog lögmann urskurdadi þat fieck eg j huarki til gagns eckiertt annad nema ættleidingar bref Þorunnar med einu innsigli NB“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (370 mm x 290 mm x 20 mm).

Innsigli

Fjögur innsigli hanga á bréfinu og tveir innsiglisþvengir að auki.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið er skrifað á Hálsi í Fnjóskadal 11. september 1508.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 22. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn