Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,2

Alþingisdómur. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Alþingisdómur.
Upphaf

Öllum góðum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Snjólfur Hrafnsson, Jón Magnússon, Halldór Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson, Ólafur Ásbjarnarson, Þorleifur Björnsson, Runólfur Þorsteinsson, Bjarni Pálsson, Ari Narfason, Ólafur Oddsson, Nikulás Þorgilsson og Kolbeinn Andrésson …

Niðurlag

… með vorum fyrrnefndra dóms manna innsiglum fyrir þetta dómsbréf hvert er skrifað var í sama stað, dag og ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVIII. nr. 188, bl. 223-224. Reykjavík 1906-1913

Athugasemd

Alþingisdómur útnefndur af Þorvarði lögmanni Erlendssyni um konungsbréf ( AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVIII,10) upp á arftökuréttarbót og um Möðruvallaarf, að Grímur Pálsson afhendi hann (DI VIII:223).

Til eru þó nokkrar afskriftir af bréfinu og í þeim eru nefndir í dómi Árni Brandsson og Jón Pálsson í staðinn fyrir Guðmund Jónsson og Kolbein Andrésson (DI VIII:224).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (85 mm x 290 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 69 mm x 260 mm
  • Línufjöldi er 13.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v: „domur upp aa riettar botina sem dæmdur uar aa alþingi“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 20 mm).

Innsigli

Allir innsiglisþvengirnir tólf eru fastir við bréfið og fjögur innsigli eru heil.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Bréfið var skrifað á Öxarárþingi 1. júlí 1508.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 22. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXIX,2
  • Efnisorð
  • Fornbréf
    Dómar
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  

Lýsigögn