Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,29

Jarðakaupbréf. ; Noregur

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupbréf.
Upphaf

Það gjörir ég Björn Þorleifsson góðum mönnum kunnigt með þessu mínu opnu bréfi að ég …

Niðurlag

… að setja sín innnsigli með mínu fyrir neðan þetta kaupsbréf er gjört var í Beren [svo] frídaginn næsta eftir Augustini episcopi anno domini þúsund fimmhundruð fimm.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 701, bl. 769-771. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Björn Þorleifsson selur Hans Kruckugh og Sunnifu hústrú konu hans jarðirnar Stað í Aðalvík, Skáladal, Reykjafjörð, Hesteyri og tvær eyðijarðir á Ströndum hjá Dröngum fyrir sex hundruð berena gyllini með öðrum greinum sem bréfið greinir (DI VII:769).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (165 mm x 295 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 140 mm x 260 mm.
  • Línufjöldi er 23.

Ástand
Bréfið hefur verið brotið saman þannig að ein rák er fyrir miðju endilangt og tvær lóðréttar rákir. Tveir dökkir blettir eru á leturfleti en skriftin er þó læsileg.
Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfið: „kaupbréf á millum Bjarnar Þorleifssonar og hans krukau“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Þrír innsiglisþvengir af sex eru á bréfinu en ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað í Noregi.

Ferill

Bréfið er skrifað í Björgvin 30 maí 1505.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 11. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn