Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,19

Jarðakaupbréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupbréf.
Upphaf

Það gjörum vér Gottskálk með guðs náð biskup á Hólum, Magnús Árnason, Sæmundur Símonarson, Jón Finnbogason, Helgi Sigurðsson, Jón Sigvaldason leikmenn …

Niðurlag

… setjum vér vor innsigli fyrir þett kaupbréf er skrifað var á Hólum í Hjaltadal á sama ári og degi sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 696, bl. 761. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Einar Hálfdánarson selur Pétri bónda Loptssyni hálfa jörðina Ytradal í Eyjafirði og hálft Kambfell fyrir alls fjóra tigi hundraða og jörðina Geldingsá á Svalbarðsströnd með þeirri grein, er bréfið hermir (DI VII:761).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (85 mm x 200 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 49 mm x 170 mm.
  • Línufjöldi er 11.

Skrifarar og skrift

Skrifari óþekktur.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (367 mm x 292 mm x 20 mm).

Innsigli

Allir sex innsiglisþvengir eru á bréfinu og eitt innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Hólum í Hjaltadal 3. febrúar 1505.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 10. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn