Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,11

Jarðakaupabréf. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Jarðakaupabréf.
Upphaf

Það gerum vér Jón Björnsson, Hallur Arnórsson, Eysteinn Einarsson og Jón Jónsson …

Niðurlag

… fimmtudaginn næsta fyrir Jónsmessu Hólabiskups á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 634, bl. 681. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Jón Ásgrímsson selur Helga Ásgrímssyni jarðirnar Sirisstaði, Bitru og Haus í Kræklingahlíð fyrir hálfar jarðirnar Voga við Mývatn, Breiðamýri í Reykjadal og Bjarnastaði í Bárðardal (DI VII:681).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (103-110 mm x 196-200 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 87 mm x 180 mm.
  • Línufjöldi er 14.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr.

Innsigli

Fjórir innsiglisþvengir eru á bréfinu en ekkert innsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Espihóli í Eyjafirði 18. apríl 1504.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 9. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn