Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,1

Meðkenning. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Meðkenning.
Upphaf

Ick Kíeghe van Aneffelde hirðstjóri og höfuðsmann yfir Íslandi …

Niðurlag

… in festo Margarete virginis anno eftir Guðs burð þúsund fimm hundruð og fjögur ár.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 659, bl. 717. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Kieghe van Aneffelde hirðstjóri meðkennir að hann hafi tekið til láns af Stepháni biskupi þrjár lestir skreiðar af þeim peningum sem príor Atzerus Jguari hefur safnað vegna heilagrar Rómakirkju í Skálholts biskupsdæmi til forþénanar hins rómverska aflátsins, og lofar að greiða þær skilvíslega umboðsmanni heilagrar Rómakirkju (DI VII:717).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (112-117 mm x 275 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 70-80 mm x 235 mm.
  • Línufjöldi er 13.

Ástand
Bréfið er með dökkum skellum hér og hvar. Gert hefur verið við gat (um 20 mm í þvermál) á leturfleti nálægt hægri spássíu.
Skrifarar og skrift

Skrifari er Stephán biskup.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með sömu hendi og bréfið: „litera recognicionis capitanei ke super debitum“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 20 mm).

Innsigli

Innsiglið er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað í Skálholti 13. júlí 1504.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 9. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
  • Land
  • Ísland
  • Staður
  • Reykjavík
  • Stofnun
  • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
  • Vörsludeild
  • Handritasvið
  • Safn
  • Íslensk fornbréf Árna Magnússonar
  • Safnmark
  • AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVII,1
  • Efnisorð
  • Fornbréf
  • XML
  • Opna XML færslu  
  • PDF í einni heild
  • UpplýsingarUpplýsingar
  • Athugasemdir
  • Gera athugasemdir við handrit  
Efni skjals
×
  1. Meðkenning.

Lýsigögn