Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM Dipl. Isl. Fasc. XXXVI,9

Dómur um arf eftir Solveigu Björnsdóttur. ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-1v)
Dómur um arf eftir Solveigu Björnsdóttur.
Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra sendir Þorleifur Örnólfsson, Thómas Jónsson lögréttumenn, Þórólfur Ögmundsson, Jón Vigfússon, Þorsteinn Pálsson og Ketill Þorsteinsson …

Niðurlag

… skrifað á Kirkjubóli í Langadal föstudaginn næsta fyrir festum Philipi et Jacobi á sama ári sem fyrr segir.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafnVII. nr. 571, bl. 594-597. Reykjavík 1903-1907

Athugasemd

Dómur útnefndur af Guðna Jónssyni konungs umboðsmanni milli Geirhólms og Langaness um umboð Björns Þorleifssonar af Ólöfu Aradóttur og um arf eftir Solveigu Björnsdóttur. Dómurinn er til í mörgum pappírsafskriftum (DI VII:594-595).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (165 mm x 325 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 130 mm x 265 mm.
  • Línufjöldi er 32.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v með annarri hendi en bréfritara: „domur Gudna ad vm bod Biorns rika af Olofu Aradottur skule onytt fyrst hann soktte ei hennar arf ad logum helldur med gripdeilldum og ad Einar Olafsson sie riettur erfinge Solveigar Bjornsdottur af hvorium Biorn Gudnason tok umbodit til allra peninga Solveigar“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (293 mm x 365 mm x 19 mm).

Innsigli

Þrjú innsigli af sex eru varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfs kemur fram að það var skrifað á Kirkjubóli 29. apríl 1502.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞEJ skráði samkvæmt reglum TEI P5 5. júní 2020.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn