Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. VI,21

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Falsbréf um Skálá; Ísland, 1550-1650

Nafn
Kanaan, Alissa 
Fædd
1987 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-1v)
Falsbréf um Skálá
Upphaf

Það gjöri ég, Jón prestur Broddason, officialis Hólabiskupsdæmis, góðum mönnum kunnugt med þessu mínu bréfi að eg meðkennumst að Kolli bóndi Magnússon lukti og mér afventi Hóladómkirkju vegna svo vorðna peninga …

Niðurlag

„… og til sanninda hér um set ég mitt officialis innsigli fyrir kvittunar bréf, skrifað á Hólum í Hjaltadal, níunda dag desembremánaðar MCCCCVI.“

Aths.

Falsbréf. Jón prestur Broddason kvittar Kolla bónda Magnússyni fyrir að hafa goldið hálfa Skálá með tilgreindum hlunnindum í próventu Ingibjargar Þorláksdóttur húsfreyju sinnar.(DI III:714). Upphaflega bréfið hefur verið skrapað af og falsbréfið skrifað ofan á.

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn bindi III. nr. 590, bl. 714. Kaupmannahöfn 1893

Islandske originaldiplomer indtil 1450. s. 164. Bréf nr. 131.København 1963.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (105-108 mm x 218-225 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 60-68 mm x 202-205 mm.
  • Línufjöldi er 10.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v stendur með 17. aldar hendi: „Skala bref“

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Þrjú göt eru fyrir innsiglisstrengi en ekkert innsigli er varðveitt.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Hólum 9. decsmber 1406. En skjalið er falsað og var í raun skrifað nálægt 1600 (DI III:714).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svarthvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
Islandske Originaldiplomer indtil 1450: Tekst, ed. Stefán Karlsson1963; VII
« »