Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM Dipl. Isl. Fasc. IV,1

Skoða myndir

Kaupbréf.; Ísland, 1385

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-1v)
Kaupbréf.
Upphaf

In nomine domini amen. Var þetta kaup þeirra Örnólfs bónda Jónssonar …

Niðurlag

„… In profesto quintini martiris, tveimur árum síðar en fyrr segir.“

Aths.

Örnólfr bóndi Jónsson selr með samþykki Herdísar konu sinnar Guttormi syni sínum hálfa jörðina Staðarfell á Meðalfellsströnd með öllum gögnum og gæðum. (Íslenzkt fornbréfasafn III:364).

Notaskrá

Íslenzkt fornbréfasafn bindi III. nr. 313, bl. 364. Kaupmannahöfn 1893

Islandske originaldiplomer indtil 1450. s. 81. Bréf nr. 68. København 1963.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
Eitt blað ca. (98-99 mm x 212-222 mm).
Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca. 70-77 mm x 200 mm.
  • Línufjöldi er 17.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1v er ritað, með hendi frá 16. öld: „kaup bref fyrer stadar felle a medalfellzs straund ok kirkiunar gossi“.

Band

Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).

Innsigli

Fjórir innsiglisþvengir af sex eru varðveittir. Eitt innsigli er varðveitt en það er illa farið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bréfið var skrifað á Íslandi.

Ferill

Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað að Staðarfelli í Hjarðarholti 30. október 1385. Það er afrit af bréfi frá 3 mars 1383.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • Malo Adeux skráði samkvæmt reglum TEI P5 2. mars 2015.

Viðgerðarsaga

Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.

Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða Íslenzka menned. Jón Sigurðsson1857-1972; I-XVI
Islandske Originaldiplomer indtil 1450: Tekst, ed. Stefán Karlsson1963; VII
« »