Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 213 8vo

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Chorographica Islandica; Ísland, 1690-1710

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-374v)
Chorographica Islandica
Höfundur

Árni Magnússon

Aths.

Svæðalýsingar, mest á íslensku en sumt á dönsku, frá nánast öllum byggðum svæðum á Íslandi. Sumar lýsingarnar styðjast við teikningar og uppdrætti. Einnig eru einstaka eldri lýsingar (frá 17. öld). Geta má sérstaklega: Alþingis katastasis (bl. 142-44), flökkusögn um Þorleif beigalda í Hítardal (bl. 187-88), Heiðar á Vestfjörðum og vikutal (bl. 254-85), Fjarðatal og tylftir í kringum Ísland, ásamt höfnum á Íslandi (bl. 314-74).

Tekið saman af Árna Magnússyni og fyrir hann.

Mörg auð blöð og blaðsíður.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
404 blöð ().
Skrifarar og skrift
Band

Band frá september 1979. Þrjú bindi og bl. 318 (í stærra broti) er sér, fest í kápu.

Fylgigögn

Á fremsta saurblaði stendur með hendi Árna Magnússonar: „Chronographia Jslandica“

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað af Árna Magnússyni og skrifara/skrifurum hans og tímasett til um 1700 í Katalog II, bls. 451.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 28. febrúar 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II, bls. 451 (nr. 2426). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1890. ÞS skráði 30. maí 2002.

Viðgerðarsaga

Bundið í þrjú bindi af Birgitte Dall í september 1979. Bl. 318 (í stærra broti) er sér, fest í kápu. Band frá 1963 fylgir.

Viðgert og bundið í tvö bindi af Birgitte Dall í mars 1963.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Bjarni EinarssonMunnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda1955; 6
Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser, ed. Jón Helgason1962-1981; 10-17
Jón Helgason„Skipsformálar“, s. 61-66
Jón Helgason„Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur“, Gripla1980; 4: s. 33-64
Már JónssonÁrni Magnússon : ævisaga
« »