Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 184 I-II 8vo

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Rím

Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þormóður Torfason 
Fæddur
27. maí 1636 
Dáinn
31. janúar 1719 
Starf
Sagnaritari 
Hlutverk
Eigandi; Fræðimaður; Nafn í handriti  
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Gísli Bjarnason 
Fæddur
1576 
Dáinn
1. ágúst 1656 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Sigurður Torfason 
Fæddur
1629 
Dáinn
24. júlí 1670 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Aths.
Tvö handrit.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Nótur

Nótur á bókfelli í eldra bandi.

Band

Band frá því í mars 1980.

Uppruni og ferill

Ferill

Árni Magnússon fékk AM 184 I-II 8vo frá Þormóði Torfasyni 1712 (sbr. seðil a).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 25. júní 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

GI skráði 29. júní 2012.

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling, II. bindi, bls. 436.

Viðgerðarsaga
Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í mars 1980. Eldra band fylgir, en það er bókfell úr latnesku helgisiðahandriti.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Innihald

Hluti I ~ AM 184 I 8vo
1(1r-44v)
Gíslarím
Titill í handriti

„Computus Mensium ac Dierum Anni Solaris, það er sólarársins mánaða- og dagareikningur“

Aths.

Rímið sjálft var samið 1655, en 1661 var bætt við það.

Árið 1665 var eftirfarandi efnisþáttum bætt við rímið í handritinu.

Efnisorð
1.1(45r-47r)
Hversu lengi tunglið skín sérhverja nótt
Titill í handriti

„Að vita hvað lengi tunglið skín sérhvörja nótt“

1.2(47v-50v)
Lengdarmæling dags
Titill í handriti

„Að vita af vinstri hendinni hvað langt er áliðið sérhvörs dags þegar sólina sér“

Aths.

Við það notar maður strá.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
50 blöð (162 mm x 104 mm).
Skrifarar og skrift
Skreytingar

Rautt blek notað til áherslu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Viðbætur eru á bl. 45-50.

Athugasemdir við rímið eru með hendi Þormóðs Torfasonar.

Fylgigögn

Á seðli Árna Magnússonar eru upplýsingar um handritið.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1661. Viðbætur eru frá 1665.

Ferill

Árið 1667 hefur skrifarinn, Sigurður Torfason, sett athugasemd (bl. 1r) á latínu um að handritið sé eign hans.

Hluti II ~ AM 184 II 8vo
(1r-10v)
Calendarium syllabico perpetuum
Titill í handriti

„Calendarium syllabico perpetuum“

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
10 blöð (162 mm x 104 mm).
Umbrot

Handritið er skrifað langsum.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fróðleikur og athugasemdir eru víða með hendi Þormóðs Torfasonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi 1668.

Ferill

Á bl. 1r er fangamarkið I.H.S. og latneskar setningar.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Guðrún IngólfsdóttirÍ hverri bók er mannsandi : handritasyrpur - bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld, Studia Islandica = Íslensk fræði ; 622011; s. 408, [1] s., [18] mbls. : ritsýni
Tereza Lansing„Permissible entertainment : the post-medieval transmission of Fornaldarsaga manuscripts in western Iceland“, Mirrors of virtue : manuscript and print in late pre-modern Iceland, Opuscula XV2017; s. 321-362
« »