Skráningarfærsla handrits
AM 176 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Rím séra Þórðar Sveinssonar hið stóra; 1710-1711
Innihald
Rím séra Þórðar Sveinssonar hið stóra
„COMPUTUS | Eccleſiaſticus, Edur | Tyma tals tabla Chriſtenn | dömsens …“
„Editio qvarta prioribus emendati|or et casſtigatior | Þordur pr. Sueynsson.“
Tímatal með töflu og minnisatriðum, útskýringum „Um gömlu öld“ með tilheyrandi talbyrðingi og fingrarími.
Skrifað eftir handriti með hendi séra Hannesar Gunnlaugssonar.
Á bl. 26r er tafla en 26v er autt.
Lýsing á handriti
Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti.
Seðill með hendi Árna Magnússonar.
Uppruni og ferill
Séra Guðmundur Vernharðsson skrifaði 1710-1711 (sjá seðil).
Árni Magnússon fékk frá Eggerti Snæbjörnssyni 11. júní 1711 (sjá seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. mars 1980.
Aðrar upplýsingar
Tekið eftir Katalog II, bls. 433 (nr. 2388). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 20. mars 1890. ÞS skráði 13. maí 2002.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Robert Cook | „The Chronica Carionis in Iceland“, | s. 226-263 | |
Guðrún Ingólfsdóttir | Í hverri bók er mannsandi : handritasyrpur - bókmenning, þekking og sjálfsmynd karla og kvenna á 18. öld, Studia Islandica = Íslensk fræði ; 62 | 2011; s. 408, [1] s., [18] mbls. : ritsýni |