Skráningarfærsla handrits
AM 158 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Snorra-Edda; Ísland, 1600-1699
![[Glyph image provided by the ENRICH Project via manuscriptorium.com] LATIN SMALL LETTER O WITH CURL](/images/glyphs/e7d3.png)
[Special character shown similar to its original form.]
Innihald
Snorra-Edda
„Hér byrjar eina fræðibók er vér köllum Eddu.“
„Endir Eddu og Skáldu.“
Skrifaraklausan er neðst á blaði 77v.
Prologus Gylfaginning
„Almáttugur Guð skapaði himin og jörð …“
„… en ráku í burtu Elimer.“
Ekki eru sérstakar fyrirsagnir fyrir Prologus og Gylfaginningu.
Skáldskaparmál
„Hér eftir koma Skáldskaparkenningar og rök til þeirra út af Eddu og eftirkomandi frásögnum. Og kallast þessi síðari partur skálda“
„Nú skal láta heyra dæmi hvernig …“
„… leiftur hrjóður viðbláinn.“
Háttatal
„Hér skrifast enn nokkuð meir um skáldskapinn“
„Hvað er hljóðsgrein …“
„… sæll faðir Magna.“
„Hér er endir á Skáldu.“
Úr Háttatali og málfræðiritgerðum.
Skrifaraklausan er neðst á blaði 96v.
Lýsing á handriti
Síðari tíma blaðmerking 1-96.
Tólf kver.
- Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn.
- Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn.
- Kver III: bl. 17-24, 4 tvinn.
- Kver IV: bl. 25-32, 4 tvinn.
- Kver V: bl. 33-40, 4 tvinn.
- Kver VI: bl. 41-48, 4 tvinn.
- Kver VII: bl. 49-56, 4 tvinn.
- Kver VIII: bl. 57-64, 4 tvinn.
- Kver IX: bl. 65-72, 4 tvinn.
- Kver X: bl. 73-80, 4 tvinn.
- Kver XI: bl. 81-88, 4 tvinn.
- Kver XII: bl. 89-96, 4 tvinn.
Texti hefur lítillega skerst við kjöl á blaði 1 vegna slits.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 117-120 mm x 78-83 mm.
- Línufjöldi er ca 24-28.
- Griporð.
- Efnisorð víða á spássíum.
Óþekktur skrifari, kansellíbrotaskrift.
Band frá janúar 1977 (158 mm x 124 mm x 24 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök.Saurblöð tilheyra bandi.
Þrír seðlar fremst með hendi Árna Magnússonar. Fremsti og aftasti seðillinn eru tvinn en annar seðillinn er límdur á milli þeirra.
- Seðill 1Seðill (merktur a, 150 mm x 96 mm) með upplýsingum um uppruna og feril handritsins: „Edda þesse (fra Torfa Jonssyne) er skrifud epter hendi Sr Jons Olafssonar ä raudasande. Enn Sr jon hafde þad Exemplar (α) skrifad epter tveimur bökum. fyrra partinn srifadi hann epter hendi Ottars Gudmundzsonar i Biarneyum /: brodur Jons Russeyaskalldz/: Enn hinn sidare partenn (Skallduna) epter gomlu pappirs qveri i 4to ritudu, sem meintist, af Gudmundi Þordarsyne i Borgarfirdi adur Breidafiardardolum.“.
- Seðill 2Seðill (merktur b, 145 mm x 94 mm) með upplýsingum um feril o.fl. á rektóhlið: „þessa Eddu hefi eg 1705 81704) feinged til eignar af Torfa Jonssyne.“. Versóhlið er auð.
- Seðill 3er (150 mm x 96 mm) með upplýsingum um handrit („α] Vigfus Jonsson, i Flatey, sagde mier, sig ad eiga autographum Sr Jons Olafssonar og lofadi mier þvi: þar ur vard eckert. meinte og G. Ø. J. ad Vigfus munde hafa lofad frekara enn hann enda kynne: þvi hann mundi þetta Exemplar fyrir laungu i burt fengid hafa. “), e.t.v. framhald frá fremsta seðlinum. Versóhlið er auð.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til 17. aldar í Katalog II, bls. 422.
Árni Magnússon segir handritið skrifað eftir eintaki með hendi Jóns Ólafssonar á Rauðasandi, sem var skrifað eftir tveimur mismunandi handritum (sjá seðla).
Árni Magnússon fékk handritið frá Torfa Jónssyni í Gaulverjabæ 1704 (sjá seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. október 1977.
Aðrar upplýsingar
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í janúar 1977. Eldra band fylgir (en yngra en það sem nefnt er í skrá Kålunds).
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Two versions of Snorra Edda. Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás Edda), Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit | ed. Anthony Faulkes | 1979; s. 509 p. | |
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal | Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal |