Skráningarfærsla handrits
AM 109 a III 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Hjálmþérs saga Partalópa saga; Íslandi, 1600-1699
Eitt blað vantar framan af Hjálmþérs sögu og hefur Árni Magnússon skrifað það upp.
Aðeins upphaf Partalópa sögu.
Innihald
Hjálmþérs saga
„Sagan af Hjálmþér og Ölvir“
„Þessi saga byrjast af einum ágætum konungi“
„er Herrauður hét. Hann kunni allar listir“
Aðeins upphaf sögunnar sem Árni Magnússonskrifaði.
Hjálmþérs saga
„listir þær sem þá voru tíðar“
„eð setti og samdi sá sem vel kunni og vel vildi.“
Upphaf sögunnar vantar.
Partalópa saga
„Partalópa saga byrjast hér“
„Svo er sagt að fyrir Miklagarði“
Aðeins upphaf sögunnar (12 línur) og útstrikað.
Lýsing á handriti
Pappír
Seinni tíma blaðmerking 258-282.
Bundið c. 1890 (166 mm x 125 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd brúnum pappír. Horn og kjölur klædd fínofnum líndúk. Saumað á móttök.
Í öskju með AM 109 a I og II.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað á Íslandi. það er tímasett til 17. aldar í Katalog II 1892:396.
Enn fremur hafa eftirfarandi sögur einnig verið í AM 109 a 8vo: annað eintak af Hrólfs sögu kraka, Ketils sögu hængs, Gríms sögu loðinkinna og Örvar-Odds sögu. Einnig Þorsteins saga Víkingssonar, Göngu-Hrólfs saga, Sturlaugs saga starfsama, og Þorsteins þáttur bæjarmagns (sbr. AM 477 fol.).
Afhendingu frestað vegna rannsókna í Kaupmannahöfn. Í láni þar frá 18. apríl 1997. Skilað 1. ágúst 2006.
Aðrar upplýsingar
- ÞS tölvuskráði handritið 19.-20. júní 2008
- Kålund gekk frá handritinu til skráningar 28. janúar 1890 (Katalog II 1892:396-397 (nr. 2313))
- Filma negatív gerð af KPG. Askja 244 og 507.
- Myndir gerðar í janúar 1993 af Jóhönnu Ólafsdóttur eftir filmu frá 27. janúar 1977.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Partalopa saga, | ed. Lise Præstgaard Andersen | 1983; 28: s. civ, 201 p., [1] leaf of plates | |
Eiríks saga víðförla, | ed. Helle Jensen | 1983; 29 | |
Jeffrey S. Love, Beeke Stegmann, Tom Birkett | „Gnýs ævintýri“, Opuscula XIV | 2016; s. 25-87 | |
Fornaldar sögur Norðrlanda III. | ed. C. C. Rafn | ||
Christopher Sanders | Tales of knights. Perg. fol. nr 7 in The Royal Library, Stockholm, Manuscripta Nordica. Early Nordic Manuscritps in Digital Facsimile | 2000; I | |
Bevers saga, | ed. Christopher Sanders | 2001; 51 |