Skráningarfærsla handrits

AM 66 a 8vo

Máldagakver Odds biskups Einarssonar ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

Athugasemd

Geymir fróðleik um kirkjueignir í Árnessýslu. Sumt er í frumskjölum annað í eftirritum.

Hér er og skrá yfir kirkjusóknir og greinargerð um jarðeignir þeirra o.fl. Bl. 75-80 eru skjöl varðandi hjúskaparloforð sem Ólafur, sonur Jóns Sigurðssonar í Búðardal, gaf í Möðruvallakirkju í Hörgárdal árið 1580. Þar fyrir aftan eru gjafabréf og máldagar Viðeyjarklausturs.

Á bl. 85r er efnisþátturinn: að þýða bókareið, en hann virðist enda ófullgerður.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
85 blöð (172 mm x 102 mm).
Umbrot
Mörg blöð eru auð.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Band

Band frá því í nóvember 1974.

Innsigli

Á bl. 56v eru tvö vaxinnsigli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1600 í Katalog II 1892:370.

Á bl. 84 stendur: Stefáni Gunnarssyni í hönd. Nýjar kópíur af Viðeyjarmáldaga 1595. Undirskrift Odds biskups Einarssonar kemur víða fyrir í handritinu.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar tók við handritinu 2. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

GI skráði 18. júní 2012

Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling , II. bindi, bls. 370-371.

Viðgerðarsaga
Birgitte Dall gerði við handritið og batt það í ágúst 1964. Hún batt það að nýju í nóvember 1974 Elsta bandið liggur í öskju með handritinu.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Orri Vésteinsson
Titill: Upphaf máldagabóka og stjórnsýslu biskupa, Gripla
Umfang: 23
Lýsigögn
×

Lýsigögn