Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 63 8vo

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Samtíningur; Ísland, 1626

Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(2r)
Annálsgreinar
Efnisorð
2(5r-16r)
Vöruverðskrá Kristjáns fjórða fyrir Ísland 1619
Aths.

Í íslenskri þýðingu.

Efnisorð
3(17r-19r)
Kaupstefnugrið
Aths.

Formálar fyrir kaupstefnugriðum á Akureyri.

Efnisorð
4(20v-25r)
Vöruverð
Aths.

Í hundraðskaupi - í einkaupi.

Efnisorð
5(25v-26v)
Draumur Ólafs Oddssonar
Titill í handriti

„Draumur Olaffs Oddſsonar“

Aths.

Hvatning til umbóta, höfðingjar landsins „hafa vistað sig allir í einni vist hjá þeim gamla Jóni lögmanni og hans bróður“.

Efnisorð
6(27v)
Skjöl
Aths.

„Lögfesta um tvo hluta jarðarinnar Miklagarðs“ 1636.

Efnisorð
7(28r-40v)
Jónsbók
Aths.

Einungis efnisyfirlit nokkurra bálka Jónsbókar í stafrófsröð.

Vantar framan og aftan af. Byrjar í Þingfararbálki og endar í Kaupabálki.

Á bl. 33-34 eru fornbréf, innbundin: a) Útgefinn vitnisburður frá Hrafnagilsþingi 1652, b) dómsbréf í framfærslumáli (óheilt). Einnig er á bl. 35v lögfesta um jörðina Eyvindarstaði í Eyjarfjarðarsýslu.

Efnisorð
8(43v-83v)
Samtíningur
Aths.

Útdráttur úr lögum, dómar, vitnaleiðslur, lögfestur, eignaafsal o.fl. M.a.:

„Lijtid Jnne Hald edur Registr | stola og Klaustra Eigna“, bl. 49.

Um ærumeiðingar, bl. 53.

„[H]álfu meira“, bl. 56.

Formálar fyrir þingsetningu og þingslitum (eftir Ólaf Jónsson fyrir hönd Björns Pálssonar sýslumanns), bl. 81v-82v.

Mörg blöð auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
83 blöð (). Bl. 34 er fastur seðill.
Ástand

Af bl. 47 er einungis strimill eftir, næst kili.

Skrifarar og skrift
Band

Band frá því í nóvember 1974.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (101 mm x 78 mm) með hendi Þórðar Þórðarsonar: „feinged þetta kvere ij Standa Syßlu ur arfe eptir Magnus son Magnusar Biornssonar, er fyrrum var þar lógriettumadue og lika lógsagnare, þarf ei aptur skilast. “
  • Efnisyfirlit Jóns Sigurðssonar fylgir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Að mestu með hendi Ólafs Jónssonar í Miklagarði og skrifað í október 1626 (bl. 25v).

Ferill

  • Skrifari gaf Gunnlaugi Egilssyni handritið (bl. 1).
  • Árni Magnússon fékk handritið úr arfi eftir Magnús Magnússon, son Magnúsar Björnssonar lögréttumanns og lögsagnara í Strandasýslu (sjá seðil fremst).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. október 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II, bls. 368-69 (nr. 2264). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 11. nóvember 1889. ÞS skráði 23. janúar 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1974. Eldra band liggur með handritinu í öskju.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Stefán Karlsson„Halldór Guðmundsson, norðlenzkur maður“, Opuscula1970; IV: s. 83-107
« »