Skráningarfærsla handrits

AM 57 8vo

Búalög og háttatal ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-56v)
Búalög
Titill í handriti

Búalög Íslendinga

Upphaf

Þetta er fjárlag svo sem lagt er dýrt á vor í sérhvörju héraði …

Niðurlag

… Alin á skó og leppa.

Skrifaraklausa

Skrifað og endað af eigandanum kversins Oddi Jónssyni að Vatnsfirði við Ísafjörð Anno MDClxvii ár, maí. Oddur Jónsson eigin hönd.

Efnisorð
2 (57r-58v)
Efnisyfirlit Búalaga
Titill í handriti

Búalaga registur

Upphaf

Vorlag á kúm og nautum 1.a …

Niðurlag

… Gamalt álnatal af hvörskyns auð 55.a

Athugasemd

Undir stendur: Athuga a merkir fyrri síðu blaðsins en b síðari. Talan blaðafjöldann.

3 (58v)
Tíund
Titill í handriti

Um tíundir

Upphaf

Biskups tíund, kirkju og prests skulu goldin …

Niðurlag

… svo þar engin tíund afgjaldist.

Efnisorð
4 (59r-65v)
Háttalykill
Titill í handriti

Bragarhættir samanbagaðir af sra T. Þ.s.

Upphaf

Beðið hefur mig brjótur stáls / boðnar form að vanda …

Niðurlag

… Frosta bastið læsi niður. Endir.

Athugasemd

Nafn háttarins er tilgreindur á undan hverri vísu.

85 erindi.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
65 blöð (150 mm x 100 mm).
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking 1-56.

Kveraskipan

? kver

Umbrot

Leturflötur er 120-122 mm x 70-80 mm.

Línufjöldi 19-20.

Kaflafyrirsagnir.

Skrifarar og skrift

Með hendi Odds Jónssonar, fljótaskrift.

Skreytingar

Band

Band frá árunum 1772-1780 (158 mm x 108 mm x 14 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Blár safnmarksmiði á kili. Límmiði neðst á kili með raðnúmeri handrits.

Fylgigögn

Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar með upplýsingum um feril.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi árið 1667.

Ferill

Árni Magnússon fékk hjá Sigurði Sigurðssyni landskrifara árið 1707 (sjá seðil fremst), en Oddur Jónsson í Vatnsfirði var fyrsti eigandi handritsins.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 362 (nr. 2255). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 4. nóvember 1889. ÞS skráði 17. janúar 2002.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn