Skráningarfærsla handrits

AM 53 8vo

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-23v)
Kristinréttur Árna biskups
Titill í handriti

Hinn nyi kristinns doms riettur þann er herra Jon Erki biskup saman sette og logtekinn er vmm Skalholtz biskups dæme

Upphaf

Hér byrjar upp hinn Nýji Kristindómsréttur þann er ...

2 (23v-51r)
Kirkjuskipanir
Athugasemd

M.a. Sættargerð Magnús konungs og Jóns erkibiskups.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

  • Aðalmerki: Vatnsmerki virðast samanstanda af einum frekar ósamhverfum hluta og einum samhverfum hluta (hugsanlega skjaldarmerki) (bl. 1, 2, 5, 6, 9, 10, 13, 14, 17, 18, 20, 21, 24, 27, 28, 31, 33, 34, 37, 38, 42, 43, 47, 48, 51 ).
Sama vatnsmerki má finna í AM 37 b 8vo.

Blaðfjöldi
i + 51 + i blað (154 mm x 98 mm). Autt blað: 51v.
Tölusetning blaða

Rektósíður blaðmerktar 1-51, með svörtu bleki.

Kveraskipan

Sjö kver:

  • Kver I: bl. 1-6 (1+6, 2+5, 3+4), 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-15 (7, 8+15, 9+14, 10+13, 11+12), 1 stakt blað, 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 16-23 (16+23, 17+22, 18+21, 19+20), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 24-31 (24+31, 25+30, 26+29, 27+28), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 32-39 (32+39, 33+38, 34+37, 35+36), 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 40-47 (40+45, 41+44, 42+43, 46, 47), 3 tvinn, 2 stök blöð.
  • Kver VII: bl. 48-51 (48+51, 49+50), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 130 mm x 80 mm.
  • Línufjöldi er 19-25.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blöðin eru dökk og blettótt.
  • Flest blöðin eru skorin, en ekki öll.
  • Opnur blaða 7v-8r, 15v-16r, 23v-24r, 31v-322, 39v-40r og 45v-46r eru aðeins dekkri en aðrar opnur, sem gefur til kynna upprunalega kveraskipan. Bl. 1r er svipað, en bl. 51v er hreinna.
  • Gert hefur verið við sum blöð með japönskum pappír.

Skrifarar og skrift

Með hendi Eggerts Jónssonar, kansellískrift í fyrirsögnum er skreytt. Í meginmáli eru áhrif frá árfljótaskrift.

Skreytingar

Fyrsti upphafsstafur (H) er yfir 4 línur og er skreyttur með tvöföldum línum með minni línum á milli. Aðrir upphafsstafir eru venjulega um 1-2 línur (stundum 3-4) og með pennaflúri.

Fyrirsagnir eru skrifaðar með skrautlegri útgáfu af kansellískrift.

Griporð eru skrifuð með fljótaskrift og penna- og stafaflúruð vinstra megin og fyrir neðan.

Lok texta er skrifað í formi hálfs tíguls.

Við lok texta er ígildi bókahnútar sem svipar til nútíma @-merki.

Nótur

Nótnaskrift á bókfelli í bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Skrifari hefur bætt við athugasemdum og leiðréttingum á spássíu.
  • Kaflanúmer og leiðréttingar á spássíu, seinni tíma viðbót, önnur hönd.

Band

Band frá júní 1980.

Spjöld og kjölur í eldra bandi klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótnaskrift.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (131 mm x 77 mm) með hendi Árna Magnússonar: Kristinréttur Jóns erkibiskups með hendi Eggerts gamla á Ökrum, úr bók er ég fékk frá Skafta Jósefssyni.
  • Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands, þar segir: AM 53 8vo. Restaureret og indbundet på Birgitte Dalls værksted juni 1980. Vedlagt: Ældre bind.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi, með hendi Eggerts Jónssonar á Ökrum og tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 360.

Var áður hluti af stærra handriti.

Ferill

Handritið er tekið úr bók sem Árni Magnússon fékk hjá Skapta Jósefssyni árið 1712.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. október 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 12. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 15. janúar 2002.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 360 (nr. 2251). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. desember 1889.
Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í júní 1980. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn