Skráningarfærsla handrits

AM 47 8vo

Jónsbók

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-265v)
Jónsbók
Athugasemd

Útskýringar á torráðnum orðum og textaskýringar fylgja flestum köflum, að miklu leyti teknar úr Fornyrðum lögbókar eftir Björn Jónsson á Skarðsá.

Vísað er í Gráfugl eða Grágás, Gulaþingsbók, Björgvinarlög og ýmsar sögur. Greint frá brotum úr réttarbótum, alþingisdómum o.fl.

Í bálknum Mannhelgi, köflum 18-20, eru viðbætur um réttlæti dóma og langt innskot á eftir kafla 23.

Í Landabrigðabálki eru kaflar 8 (um forkaupsrétt ættingja) og 14 (formúlur um kaup og sölu) viðbætur.

Kafli 25 í Kaupabálki er aukinn.

Kaflar 22-23 (að leggja af eiða) í Þjófabálki eru innskot.

Á eftir lögbókinni er efnisyfirlit, bæn og að lokum nokkrir stefnuformálar.

Bl. 265v upprunalega autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
266 blöð, þar með talið 54bis ().
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-265, bl. 54bis.

Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Skreytingar

Band

Fylgigögn

Fastur seðill (145 mm x 86 mm) með hendi Árna Magnússonar: Jónsbók interpolata fengin af Torfa í Flatey. Er certo certius með hendi Gísla í Melrakkadal.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Gísla Jónssonar bónda í Melrakkadal (sjá seðil) og tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 356, en Gísli lést árið 1670.

Ferill

Árni Magnússon fékk hjá Torfa Jónssyni sýslumanni í Flatey (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 356 (nr. 2245). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. október 1889. ÞS skráði 10. janúar 2002.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973.

Notaskrá

Titill: Miðaldaævintýri þýdd úr ensku,
Ritstjóri / Útgefandi: Einar G. Pétursson
Umfang: 11
Höfundur: Gísli Baldur Róbertsson
Titill: Nýtt af Bjarna Jónssyni lögbókarskrifara á Snæfjallaströnd, Gripla
Umfang: 21
Höfundur: Jón Samsonarson
Titill: Fjandafæla Gísla Jónssonar lærða í Melrakkadal, Gripla
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Jónsbók

Lýsigögn