Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 47 8vo

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Jónsbók; 1600-1670

Nafn
Björn Jónsson 
Fæddur
1574 
Dáinn
28. júní 1655 
Starf
Bóndi; Lögréttumaður 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Gísli Jónsson ; Lærði-Gísli 
Dáinn
1670 
Starf
Bóndi 
Hlutverk
Höfundur; Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-265v)
Jónsbók
Aths.

Útskýringar á torráðnum orðum og textaskýringar fylgja flestum köflum, að miklu leyti teknar úr Fornyrðum lögbókar eftir Björn Jónsson á Skarðsá.

Vísað er í Gráfugl eða Grágás, Gulaþingsbók, Björgvinarlög og ýmsar sögur. Greint frá brotum úr réttarbótum, alþingisdómum o.fl.

Í bálknum Mannhelgi, köflum 18-20, eru viðbætur um réttlæti dóma og langt innskot á eftir kafla 23.

Í Landabrigðabálki eru kaflar 8 (um forkaupsrétt ættingja) og 14 (formúlur um kaup og sölu) viðbætur.

Kafli 25 í Kaupabálki er aukinn.

Kaflar 22-23 (að leggja af eiða) í Þjófabálki eru innskot.

Á eftir lögbókinni er efnisyfirlit, bæn og að lokum nokkrir stefnuformálar.

Bl. 265v upprunalega autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
266 blöð, þar með talið 54bis ().
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-265, bl. 54bis.

Skrifarar og skrift
Fylgigögn

Fastur seðill (145 mm x 86 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Jonsbok interpolata feingenn af Torfa i Flatey er certo certius med hendi Gisla i Melrackadal. “

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Gísla Jónssonar bónda í Melrakkadal (sjá seðil) og tímasett til 17. aldar í Katalog II, bls. 356, en Gísli lést árið 1670.

Ferill

Árni Magnússon fékk hjá Torfa Jónssyni sýslumanni í Flatey (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II, bls. 356 (nr. 2245). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. október 1889. ÞS skráði 10. janúar 2002.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Miðaldaævintýri þýdd úr ensku, ed. Einar G. Pétursson1976; 11: s. cxx, 108 p., [1] leaf of plates
Gísli Baldur Róbertsson„Nýtt af Bjarna Jónssyni lögbókarskrifara á Snæfjallaströnd“, Gripla2010; 21: s. 335-387
Jón Samsonarson„Fjandafæla Gísla Jónssonar lærða í Melrakkadal“, Gripla1979; 3: s. 40-70
De virtutibus et vitiis i norsk-islandsk overlevering og Udvidelser til Jonsbogens kapitel om domme, ed. Ole Widding1960; 4
« »