Skráningarfærsla handrits
AM 39 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Lög; 1470
Innihald
Jónsbók
Réttarbætur
Réttarbætur konunganna Eiríks, Hákonar og Magnúsar.
Lög og lagaformálar
Kristinréttur Árna biskups
„Hinn nýi kristinréttr Íslendinga“
Reglugerðir
Vantar aftan af.
Um bannfæringu úr statútum Jóns biskups í Skálholti 1345.
Lýsing á handriti
Blöð vantar í handritið.
Upphafsstafir rauðir, bláir, grænir eða í ýmsum litum.
Rauðar fyrirsagnir.
Bl. 58-59 og 62-63 innskotsblöð frá 17. öld.
- Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar.
- Seðill 1 (a) (95 mm x 118 mm): „Jonsbok. Rettarbætur. formulæ Juridicæ nonnullæ. kristinrettr nye (Arna biskups) Biskupa statutur nockrar. bokin er in 4to æred litlu edur breidy octavo.“
- Seðill 2 (124 mm x 93 mm): „þessa lógbok hefe eg feinged frä biskupenum Magister Jone Widalin. hann hafdi hana fenged i umbode Grims Magnussonar, og hafdi hun vered eign Magnusar (Brita) Gislasonar fódur Grims. Bokina hefr fyrrum ätt Bärde Gislason i Vatzdal, ad sógu lógmannsens Pals Jonssonar Widalin, sem þetta hefur epter Gisla Magnussyne, Jone Jonssyne i Laugardals holum, og Magnuse (Brita) Gislasyne sialfum.“
- Efnisyfirlit Jóns Sigurðssonar.
Uppruni og ferill
Handritið er tímasett um 1470 (sjá ONPRegistre, bls. 465), en til 15. aldar í Katalog II, bls. 351.
Árni Magnússon fékk handritið frá Jóni Vídalín biskupi, sem hafði fengið það í umboði Gríms Magnússonar, en átt hafði Magnús Gíslason, faðir Gríms. Handritið átti áður Bárður Gíslason í Vatnsdal, að sögn Páls Vídalíns lögmanns, sem hefur þetta eftir Gísla Magnússyni, Jóni Jónssyni í Laugardalshólum og Magnúsi Gíslasyni sjálfum (sjá seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. október 1975.
Aðrar upplýsingar
Tekið eftir Katalog II, bls. 351-352 (nr. 2236). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. desember 1909. ÞS skráði 7. janúar 2002.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre | ed. Den arnamagnæanske kommision | ||
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Jóns saga Hólabyskups ens helga, | ed. Peter Foote | 2003; 14 | |
Guðbjörg Kristjánsdóttir | „Lýsingar í íslenskum handritum á 15. öld“, Gripla | 2016; 27: s. 157-233 | |
Magnús Lyngdal Magnússon | Kristinréttur Árna frá 1275. Athugun á efni og varðveizlu í miðaldahandritum | ||
Magnús Lyngdal Magnússon | „"Kátt er þeim af kristinrétti, kærur vilja margar læra". Af kristinrétti Árna, setningu hans og valdsviði“, Gripla | 2004; 15: s. 43-90 |