Skráningarfærsla handrits
AM 37 a 8vo
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Jónsbók, réttarbætur og lagaformálar; Ísland, 1490-1510
Innihald
Registur yfir Jónsbók
„Registur bókar vorrar“
Samkvæmt upprunalegri blaðmerkingu skiptist handritið í 18 hluta (frá og með bl. 11), sem merktir eru A-S. Hver þeirra er 8 blöð, sem að auki eru merkt frá I-VIII, nema fyrsti hluti sem merktur er I-IX.
Formálar fyrir þingsetningu og þinglokum
Ein lína: örskotshelgi og sektir í Jónsbók.
Jónsbók
Með undanfarandi formála.
Óheilt.
Lögin enda á kaþólskri bæn en þar á eftir er þetta efni: um vítafé og um melrakkaveiði.
Á bl. 23v er málsháttur í vísnaformi.
Á bl. 53v-54r eru tvær vísur úr Hugsvinnsmálum.
Réttarbætur frá 13. og 14. öld
Formálar og lagagreinar
„N.N.s. er ættleiddi eftir sig …“
„… Af vii hundraða fjör …“
Endar óheilt í kafla um skiptitíund.
Lýsing á handriti
- Eyður eru á eftir bl. 10, 47, 111 og 135, en einnig vantar aftan af handritinu.
- Skemmdir efst á bl. 135-139.
Litaðir upphafsstafir.
Rauðar fyrirsagnir.
Skinnkápa með reimum.
- Fremst eru tvö blöð skrifuð fyrir Árna Magnússon með útdrætti úr réttarbótum konunganna Eiríks og Hákonar (c. 1300).
- Laus seðill Jóns Sigurðssonar með lýsingu á handritinu.
Uppruni og ferill
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til c. 1500 í Katalog II 1892:349.
Við lokin á útdrættinum úr réttarbótum konunganna Eiríks og Hákonar stendur: „Skrifað eftir blaði hjá lögmanninum Páli Jónssyni“, og sem fyrirsögn: „Af lausu saurblaði, sem var autographum sýslumannsins Jóns Magnússonar er þetta eftirskrifað uppteiknað.“
Aðrar upplýsingar
GV skráði 7. júní 2012.
Skráning Kristian Kålunds á handritinu er aðgengileg á Katalog over den Arnamagnæanske håndskriftsamling, II. bindi, bls. 349-350.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal | Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II | ||
„Et brudstykke af Kongespejlet: Med bemærkninger om indholdet af AM 668,4°“, | ed. Hans Bekker-Nielsen | s. 105-112 | |
Bent Chr. Jacobsen | „Sektir Jónsbókar“, Gripla | 1990; 7: s. 179-185 | |
Lena Rohrbach | „Introduction“, The power of the book : medial approaches to medieval Nordic legal manuscripts | 2014; s. 9-24 | |
Lena Rohrbach | „Matrix of the law? A material study of Staðarhólsbók“, The power of the book : medial approaches to medieval Nordic legal manuscripts | 2014; s. 99-128 |