Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 946 h 4to

Skoða myndir

Grettis saga — Grettis saga Ásmundarsonar; Kaupmannahöfn, 1800-1883

Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jakobsen, Mette 
Starf
Book conservator 
Hlutverk
Forvörður 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-87v (1-174))
Grettis sagaGrettis saga Ásmundarsonar
Titill í handriti

„Grettis saga“

Upphaf

Önundur hét maður. Hann var Ófeigsson …

Niðurlag

„… Lýkur hér sögu Grettis Ásmundarsonar, vors samlanda. Hafi þeir þökk er hlýddu en sá litla sem krabbað hefir söguna. Er hér verksins endir, en vér séum allir guði sendir. Amen. “

Aths.

Niðurlag sögunnar er síðari viðbót, skrifuð með annarri hendi. Ljóst er af eyðum í uppskriftinni að forritið er lúið.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 87 blöð + i (215 mm x 170 mm). Blöð 1v-2v og 85v eru auð. Blöð 16r-16v og 34r eru auð að hálfu.
Tölusetning blaða

 • Blaðsíðumerking er með dökku bleki 1-170; blaðsíður 171 og 173 eru merktar með blýanti. Blaðsíður 172 og 174 er ómerktar.

Kveraskipan

Tuttugu og tvö kver.

 • Kver I: blöð 1-4; 2 tvinn.
 • Kver II: blöð 5-8; 2 tvinn.
 • Kver III: blöð 9-12; 2 tvinn.
 • Kver IV: blöð 13-16; 2 tvinn.
 • Kver V: blöð 17-20; 2 tvinn.
 • Kver VI: blöð 21-24; 2 tvinn.
 • Kver VII: blöð 25-28; 2 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 29-32; 2 tvinn.
 • Kver IX: blöð 33-36; 2 tvinn.
 • Kver X: blöð 37-40; 2 tvinn.
 • Kver XI: blöð 41-44; 2 tvinn.
 • Kver XII: blöð 45-49; 2 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XIII: blöð 50-53; 2 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 54-57; 2 tvinn.
 • Kver XV: blöð 58-61; 2 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 62-65; 2 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 66-69; 2 tvinn.
 • Kver XVIII: blöð 70-73; 2 tvinn.
 • Kver XIX: blöð 74-77; 2 tvinn.
 • Kver XX: blöð 78-81; 2 tvinn.
 • Kver XXI: blöð 82-85; 2 tvinn.
 • Kver XXII: blöð 86-87; 1 tvinn.

Ástand

 • Á blöðum 82v-85r er töluvert um yfirstrikuð orð og leiðréttingar; ýmist á milli lína eða á spássíu.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 190 mm x 130 mm.
 • Línufjöldi er ca 35-36.
 • Hugsanlega hefur verið brotið upp á blöð til að afmarka leturflöt við ytri spássíu.
 • Vísuorð eru sér um línu (sjá t.d. blöð 61r-61v).

Skrifarar og skrift

 • Með einni hendi að mestu. Skrifari er óþekktur.
 • Önnur hönd er á blaði 33 og á niðurlagi sögunnar á blöðum 86r-87v er sú þriðja.
 • Skriftin hjá öllum skrifurunum er húmanísk.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Niðurlag sögunnar (kver XXII: blöð 86-87) er síðari viðbót.
 • Athugasemdir og leiðréttingar eða lesbrigði eru víða á spássíum (sbr. t.d. blöð 2v, 4v-5r og 82r-83v).

Band

Band (225 mm x 198 mm x 25 mm) er frá 1987.

Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum. Ný saurblöð; eitt hvoru megin. Kver eru saumuð á móttök.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað í Kaupmannahöfn fyrir Det Arnamagnæanske legat (Árnasjóð) og tímasett ca 1800-1883, en til 19. aldar í Katalog II, bls. 272.

Það er skrifað eftir AM 551 a 4to (sbr. athugagrein á blaði 1r).

Ferill

Handritið kom í Det Arnamagnæanske Institut frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 31. mars 1987.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 30. júní 2009; lagfærði í janúar 2011, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 30. ágúst 1909.Katalog II>, bls. 272 (nr. 2078).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Mette Jacobsen í janúar 1987. Eldra band fylgir.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Guðvarður Már Gunnlaugsson„"Grettir vondum vættum, veitti hel og þreytti". Grettir Ásmundarson og vinsældir Grettis sögu“, Gripla2000; 11: s. 37-78
« »