Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 936 4to

Skoða myndir

Auðunar þáttur vestfirska; Ísland, 1775-1799

Nafn
Bjarni Jónsson 
Fæddur
1725 
Dáinn
13. október 1798 
Starf
Prestur; Rektor 
Hlutverk
Höfundur; Ljóðskáld; Þýðandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Titilsíða

Þáttur af Auðuni vestfirska / Accedit Versio latina Authore Biarno Jonæo Philosophiæ Magistro, et Rectore Scholæ Schalholtensis

Innihald

1(2r-21v)
Auðunar þáttur vestfirska
Titill í handriti

„Þáttur af Auðuni vestfirska“

Upphaf

Auðun hét maður íslenskur og vestfirskur að ætt …

Niðurlag

„… og þótti vera hinn mesti gæfumaður.“

Aths.

Blað 22 er autt.

Tungumál textans

Íslenska

2(23r-47v)
Auðunar þáttur vestfirska
Titill í handriti

„Versio Latina“

Upphaf

Dixit olim in Islandia vir qvidam nomine Audinus …

Niðurlag

„… foveri credebatur.“

Tungumál textans

Latína

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
47 blöð (205-208 mm x 165-168 mm). Blað 46r er autt að mestu. Blöð 22 og 47v eru auð.
Tölusetning blaða

 • Upprunaleg blaðsíðumerking 1-93.

Kveraskipan

Sex kver.

 • Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24; 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32; 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40; 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-47; 3 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 140 mm x 105 mm.
 • Línufjöldi er ca 14-16.
 • Leturflötur er víðast hvar afmarkaður með þurroddi við innri og ytri spássíu og sumstaðar einnig við efri spássíu.

Skrifarar og skrift

 • Skrifari er óþekktur.
 • Snarhönd.

Band

Pappaband (208 mm x 168 mm x 8 mm), rauðyrjótt. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til loka 18. aldar, en til síðari helmings aldarinnar í Katalog II, bls. 269.

Ferill

 • Handritið kom frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. maí 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 9. júní 2009; lagfærði í janúar 2011.  ÞS skráði 7. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 27. ágúst 1909.Katalog II; bls. 269 (nr. 2068).

Viðgerðarsaga

Viðgert af Birgitte Dall í janúar 1984.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
« »