Skráningarfærsla handrits
AM 929 4to
Skoða myndirSögur og kvæði; Ísland, 1780
Innihald
„Hér byrjast sagan af Eigli Skallagrímssyni. Kap. 1.“
„Maður er nefndur Úlfur …“
„… og settist í bú að Borg og bjó þar til elli og kom margt manna frá honum og lýkur svo þessari sögu.“
„Enduð þann 2. maí anno 1780.“
„Drápa Egils Skallagrímssonar ort og flutt í Jórvík á Norðimbralandi, anno Christi 934“
„Hér skulu sýnast lofvísur Egils Skallagrímssonar …“
„… það vill sér til setja.“
„Vestur komum ver …“
„… eða vili tára.“
„Skrifað á Skarðsá í Skagafirð, i xiii Martii 1634, Björn Jónsson manu Exscriptoris“
Skýringar Björns Jónssonar á Skarðsá við Höfuðlausn fylgja kvæðinu.
„Vili Tára sive …“
„… ex voto succedant“
Skýringar Ole Worm á orðunum vilji tára í Höfuðlausn.
„Sonatorrek Egils Skalla-Grímssonar“
„Mjög erum tregt tungu að hræra …“
„… og óhryggur heljar bíða.“
„Endir.“
Blað 135 er autt.
„Edda Snorra Sturlusonar“
„Almáttigur Guð, skapaði himin og jörð …“
„… fyrir utan höllina. Eftir þessari sögu hefur ort Eylífur Goðrúnarson, Þórsdrápu.“
Óheil. Nær að Þórsdrápu.
Kvæðið er með skýringum Jóns Guðmundssonar lærða, Samantektir um skilning á Eddu.Sumstaðar eru skemmdir inn við mitt tvinn og skerða þær á stöku stað texta lítillega (sbr. t.d. á blöðum 172 og 174v-178v).
Efni er kaflaskipt og merktir eru kaflar i-xxvii; frásagnir þar á eftir eru auðkenndar með fyrirsögnum og/eða ónúmeruðum kaflamerkjum.
„Hér hefur þátt Styrbjarnar Svíakappa“
„Frá því er að segja að Ólafur og Eyrekur kóngur réðu Svíaveldi …“
„… Og er hér nú ei meira af þessum þætti uppskrifað.“
„Völvuspá“
„Hljóðs bið ég allar helgar kindur …“
„… ársköp setur þau er vara skulu.“
Skýringar Björns Jónssonar á Skarðsá eru við fyrstu 19 vísurnar.
„Hér hefst saga af Eiríki rauða. Kap. 1“
„Óleifur hét konungur er kallaður var Óleifur hvíti …“
„… Og endar hér svo söguna af Eiríki hinum rauða.“
Kaflaskipting: i-ix.
„Hér hefur sögu Bjarnar Hítdælakappa“
„Á dögum Eiríks kóngs blóðaxar …“
„… að Hítarnesi á Íslandi er hét …“
Einungis upphaf sögunnar.
Lýsing á handriti
- Tvöföld blaðmerking með blýanti. Blaðmerkt er 1-209; a) í hægra horn efst, b) fyrir miðju blaðs.
Tuttugu og sjö kver.
- Kver I: blöð 1-8; 4 tvinn.
- Kver II: blöð 9-16; 4 tvinn.
- Kver III: blöð 17-25; 4 tvinn + 1 stakt blað.
- Kver IV: blöð 26-31; 3 tvinn.
- Kver V: blöð 32-41; 5 tvinn.
- Kver VI: blöð 42-47; 3 tvinn.
- Kver VII: blöð 48-56; 4 tvinn + 1stakt blað.
- Kver VIII: blöð 57-64; 4 tvinn.
- Kver IX: blöð 65-72; 4 tvinn.
- Kver X: blöð 73-80; 4 tvinn.
- Kver XI: blöð 81-88; 4 tvinn.
- Kver XII: blöð 89-96; 4 tvinn.
- Kver XIII: blöð 97-104; 4 tvinn.
- Kver XIV: blöð 105-112; 4 tvinn.
- Kver XV: blöð 113-120; 4 tvinn.
- Kver XVI: blöð 121-128; 4 tvinn.
- Kver XVII: blöð 129-135; 3 tvinn + 1stakt blað.
- Kver XVIII: blöð 136-143; 4 tvinn.
- Kver XIX: blöð 144-151; 4 tvinn.
- Kver XX: blöð 152-163; 6 tvinn.
- Kver XXI: blöð 164-169; 3 tvinn.
- Kver XXII: blöð 170-177; 4 tvinn.
- Kver XXIII: blöð 178-185; 4 tvinn.
- Kver XXIV: blöð 186-190; 2 tvinn + 1 stakt blað.
- Kver XXV: blöð 191-198; 4 tvinn.
- Kver XXVI: blöð 199-204; 3 tvinn.
- Kver XXVII: blöð 205-209; 2 tvinn + 1stakt blað.
Sumstaðar eru skemmdir á blöðum:
- Eindálka.
- Leturflötur er ca (140-150 mm x 130-135 mm).
- Línufjöldi er ca 20-24.
- Leturflöturinn er ýmist afmarkaður með þurroddi eða með blýanti (sjá t.d. blöð 153v-154v).
- Griporð eru víða, þó ekki allstaðar (griporð eru t.d. á blaði 64v en ekki á blaði 65r).
- Sögur Egils (sjá t.d. blað 28v) og Eiríks rauða (sjá t.d. blað 199r) eru kaflaskiptar sem og Edduefnið (sjá t.d. blöð 143v-144r).
Skrifari I:
- Skrifari I ritar fyrstu línu í kafla yfirleitt með stærra og settara letri en letur megintexta (sjá t.d. blað 10v-11r).
- Hann ritar upphafsstaf í upphafi kafla oftast stærri dráttum, fyllir hann örlítið og skreytir með látlausu pennaflúri (sjá t.d. á blaði 37v).
Skrifari II:
- Skrifari II rauðlitar stafi og orð á blöðum 136-146.
- Fylltir stafir eru í fyrirsögn Völuspár á blaði 182.
- Stafakrot er á blöðum 16v-17r.
Band (199 mm x 185 mm x 50 mm) er frá 1983.
Spjöld eru klædd fínofnun striga. Grófari strigi er á kili og hornum.
Kver eru saumuð á móttök og saurblöð tilheyra þessu bandi.
Eldra band, tréspjöld klædd bókfelli; leifar af bréfum og bréfsneplum úr bandi, fylgja í sérstakri möppu. Einnig ljósmyndir af bandi.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi 1780 (sjá ártal á blaði 120v) og er tímasett þannig í Katalog II, bls. 266.
Það kom í Árnasafn frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883. Það hefur e.t.v. verið í eigu Björns Arnfinnssonar á Kletti í Gufudalssveit, eða a.m.k. við norðanverðan Breiðafjörð, á fyrri hluta 19. aldar. (Einar G. Pétursson 1998).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. maí 1987.
Aðrar upplýsingar
VH skráði handritið 8. júní 2009; lagfærði í janúar 2011. ÞS skráði 26. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 25. ágúst 1909.Katalog II, bls. 266-267 (nr. 2061).
Lagfært og bundið af Birgitte Dall í október 1983.
- Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen.
Notaskrá
Höfundur | Titill | Ritstjóri / Útgefandi | Umfang |
---|---|---|---|
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling | ed. Kristian Kålund | ||
Einar G. Pétursson 1998 | |||
Bjarni Einarsson | „Um Eglutexta Möðruvallabókar í 17du aldar eftirritum“, Gripla | 1993; 8: s. 7-54 | |
Michael Chesnutt | Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen, | 2006; 21 | |
Einar G. Pétursson | Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða Samantektir um skilning á Eddu og Að fornu í Þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi : Þættir úr fræðasögu 17. aldar, | 1998; 46: s. 2 | |
Anthony Faulkes | „The prologue to Snorra Edda“, Gripla | 1979; 3: s. 204-213 | |
Two versions of Snorra Edda. Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás Edda), Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit | ed. Anthony Faulkes | 1979; s. 509 p. | |
Egils saga Skallagrímssonar, tilligemed Egils större kvad, | ed. Finnur Jónsson | 1886-1888; 17 |