Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 750 4to

Skoða myndir

Edda — Snorra-Edda; Ísland, 1650-1699

Nafn
Snorri Sturluson 
Fæddur
1178 
Dáinn
16. september 1241 
Starf
Lögsögumaður 
Hlutverk
Höfundur 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Magnús Ólafsson 
Fæddur
1680 
Dáinn
1707 
Starf
Guðfræðingur 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jón Snorrason 
Fæddur
1646 
Starf
Prentari 
Hlutverk
Skrifari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þorleifur Kláusson 
Fæddur
1627 
Dáinn
1699 
Starf
Prestur 
Hlutverk
Eigandi; Þýðandi; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Árni Magnússon 
Fæddur
13. nóvember 1663 
Dáinn
7. janúar 1730 
Starf
Prófessor 
Hlutverk
Fræðimaður; Höfundur; Skrifari; Ljóðskáld 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Páll Pálsson 
Dáinn
1700 
Starf
 
Hlutverk
Eigandi 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Drífa Kristín Þrastardóttir 
Fædd
2. júní 1976 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Giovanni Verri 
Fæddur
20. desember 1979 
Starf
Stúdent 
Hlutverk
student 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Már Jónsson 
Fæddur
19. janúar 1959 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Dall, Birgitte 
Fædd
1912 
Dáin
1989 
Starf
Forvörður 
Hlutverk
Bókbindari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-60v)
EddaSnorra-Edda
Aths.
Í þessu handriti er texti allrar Laufás-Eddu, runninn frá báðum gerðum hennar og útgáfu

Resens 1665

(

Faulkes 1979:117-118

).

Uppskrift eftir þessu handriti er í AM 751 4to (sbr. seðil meðfylgjandi því handriti).

1.1(1r-36v)
Fyrsti partur Eddu; formáli Magnúsar Ólafssonar, prologus Snorra Sturlusonar, Gylfaginning
1.1.1
Formáli
Efnisorð

1.1.1(1r)
Formáli
Titill í handriti

„Fyrsti kapituli: Hvað Edda sé“

Upphaf

Edda er íþrótt …

Niðurlag

„… því Edda dregst af orði lantínsku, edo, eg yrki eður dikta.“

Efnisorð

1.1.2(1r)
2. kapituli
Titill í handriti

„2. kapituli“

Upphaf

Partar Eddu …

Niðurlag

„… með þeim formála sem eftir kemur.“

Efnisorð

1.1.3(1r-5r)
Prologus
Titill í handriti

„3. kapituli“

Upphaf

Almáttugur Guð skapaði himinn og jörð …

Niðurlag

„… er hún lét draga út og austur á hafið.“

Efnisorð

1.1.3(5r-36v)
Gylfaginning
Titill í handriti

„2. kapituli“

Upphaf

Gylfi var maður vitur og fjölkunnugur …

Niðurlag

„… sem læra má í hinum seinna parti þessarar bókar.“

Aths.

Fyrsti partur Eddu er 71 kafli. Á eftir formálanum koma kaflar 2-71. Kafli 60 kemur á undan köflum 57-59.

1.1.4(36v)
Sólarljóð
Upphaf

Fé og fjörvi/ rændi fyrða kind …

Niðurlag

„… fyr einni konu / hún var þeim.“

Aths.

Aftan við niðurlag fyrsta hluta Eddu, á blaði 36v er strikað yfir upphaf Sólarljóða. Yfir textann var límdur blaðbútur (36bis) sem nú hefur verið losaður frá. Þar aftan við hefst „Annar partur Eddu“.

Efnisorð

1.2(37r-60v)
Annar partur Eddu; Skáldskaparmál, Háttatal
Titill í handriti

„Annar partur Eddu“

Upphaf

Í hinum fyrsta partinum voru ritaðar þær frásögur …

1.2.1(37r-56r)
Skáldskaparmál
Titill í handriti

„Nöfn ásanna“

Upphaf

1.Yggur, 2. Þór, 3. Yngvi …

Niðurlag

„… lyng og eng sævar.“

1.2.2(56r-60v)
Háttatal
Titill í handriti

„Hér eftir skrifast bragarhættir“

Upphaf

Hvað er setning háttanna …

Niðurlag

„… hnigu margir.“

Aths.

Í Katalog II 1889:176 (nr. 1866) segir Kålund að blað 60 sé óskrifað blað sem á hafi verið límdir blaðbútar; annars vegar hefur blaðbútur með sex síðustu línum Háttatals verið límdur á rektó-hlið blaðsins; aftan á honum eru einnig sex skrifaðar línur. Samkvæmt síðari blaðmerkingu telst búturinn blað 60 og auða blaðið telst 60bis. Blaðbúturinn á versó-hliðinni telst seðill (sjá „Fylgigögn“).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 62 + i blöð (210 mm x 163 mm), þar með eru talin blöð 36 bis og 60 bis. Blöð 36bis og 60bis eru auð.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt er 1-60 með fjólubláum lit efst í hægra horn á rektó-hlið blaða. Þetta blaðtal er rangt þar sem blað 10 vantar í blaðtal þetta er leiðrétt þannig að rétt blaðtal er skrifað ofan í það eldra með blýanti.
 • Önnur blaðmerking 1-60 er með blýanti, fyrir miðju á neðri spássíu; inn í þessu blaðtali eru blöð 36bis og 60bis.

Kveraskipan

Tíu kver.

 • Kver I: blöð 1-4; 2 tvinn.
 • Kver II: blöð 5-7; 1 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver III: blöð 8-15; 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 16-23; 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 24-30; 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VI: blöð 31-34; 2 tvinn.
 • Kver VII: blöð 35-36bis; 1 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VIII: blöð 37-44; 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 45-53; 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 54-60bis; 4 tvinn + 1 stakt blað.

Ástand

 • Leturflötur blaða 5r og áfram hefur dekkst vegna bleksmitunar; það kemur þó ekki niður á læsileika handrits.
 • Blekblettur er á blaði 53r.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 170-180 mm x 135-140 mm.
 • Línufjöldi er ca 28-29.
 • Griporð (sjá t.d. blöð 31v-32r).
 • Fyrirsagnir og kaflatal eru í fyrri hlutanum (sjá t.d. blöð 30v-31r). Ónúmeraðar kaflafyrirsagnir eru í seinni hlutanum (sbr. blöð 44r-45v).

Skrifarar og skrift

 • Með hendi Jóns Snorrasonar prentara á Hólum að því er fram kemur á fyrsta seðli.
 • Neðar á sama seðli stendur að handritið sé „mikinn part með hendi séra Þorleifs Kláussonar.“ Í Katalog II 1889:176 (nr. 1866) segir Kålund að „inklæbede sedler, der omtale et tildels med præsten Þorleifur Claussons hånd skrevet hskr., ikke høre til dette nr.“
 • Skriftin er blanda af sprettskrift og kansellíbrotaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Auðum blöðum hefur verið bætt við handritið á tveimur stöðum; á eftir fyrri hluta er blað 36bis en það var límt yfir upphaf Sólarljóða; aftast í handritinu er blað 60bis, á rektó-hlið þess voru límdar sex síðustu línur Háttatals.

Band

Band (218 mm x 195 mm x 23 mm) er frá 1973.

Spjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi er á kili og hornum.

Ný saurblöð; eitt hvoru megin.

Kver eru saumuð á móttök.

Handritið liggur í brúnni strigaklæddri öskju ásamt eldra bandi.

Á kjölinn er prentað með gylltum stöfum, safnmark og númer handrits í handritaskrá.

Eldra band (219 mm x 170 mm x 12 mm) er frá árunum 1772-1780.

Pappaspjöld eru klædd handunnum pappír. Blár safnmarksmiði er á kili.

Fylgigögn

Alls eru fjórir fastir seðlar og einn laus. Tveir fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar eru á milli fremra saurblaðs og blaðs 1r:

 • Fastur seðill (151 mm x 107 mm) með upplýsingum um skrifara „Þessa Snorra-Eddu skrifaði Jón Snorrason prentari, þá á Hólum var, eftir tveimur kverum ómerkilegum en eigi áttu þau kver heima þar á Hólum. Relatio ipsis.“.
 • Fastur seðill (79 mm x 76 mm) með upplýsingum um aðföng „Fengið af Þóru á Setbergi. Er mikinn part med hendi sr. Þorleifs Claussonar.“.
 • Fastur seðill (184 mm x null mm)Snorra-Edda komin í mína eign frá Þóru á Setbergi.
Einn seðill sem að hluta til er með rithönd Árna, er festur á blað 60bisv:
 • Á þeim seðli (68 mm x 107 mm) eru upplýsingar um eignarhald handritsins „Þessi bók tilheyrir Jóni Snorrasyni í Miklaholti. Nú 1711 er hún mín Arna MS.“.
 • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi af Jóni Snorrasyni prentara, þegar hann var á Hólum, eftir tveimur lösnum pappírskverum sem honum var sagt að væru í eigu Páls Pálssonar, sem þá var á Stórahóli (sbr. seðil við AM 751 4to). Handritið er tímasett til síðari hluta 17. aldar (Katalog (II) 1889:176).

Ferill

Handritið hefur verið í eigu skrifarans, Jóns Snorrasonar, en Árni Magnússon hefur fengið það árið 1711 (sbr. seðil)

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 6. júlí 2009; lagfærði í janúar 2011.

DKÞ skráði handritið 20. nóvember 2003.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar  22. nóvember 1888.Katalog II;, bls.176 (nr. 1866).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í ágúst 1973.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Filma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keypt af Arne Mann Nielsen í apríl 1972 (askja 86b).

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Resens 1665
Faulkes 1979:117-118
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Two versions of Snorra Edda. Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás Edda), Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rited. Anthony Faulkes1979; s. 509 p.
Haukur Þorgeirsson, Teresa Dröfn Njarðvík„The Last Eddas on vellum“, Scripta Islandica2017; 68: s. 153-188
« »