Skráningarfærsla handrits

AM 728 4to

Rímfræði, veðurfræði o.fl. ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-93v)
Um tunglöld
Athugasemd

Með tilheyrandi rímtali og skýringum.

Samið eftir 1623.

Bl. 94 autt.

2 (95r-98r)
Fingrarím
Athugasemd

Bl. 98v autt.

3 (99r-117v)
Physiognomia ad congnoscendam Aeris Constitutionem, það er náttúruvísir til þess hvernig þekkja og merkja má veðráttufar loftsins
Titill í handriti

PHYSIOGNOMIA AD COGNOSECENDAM [sic] Aeris Constitutionem þad er Natturu Vyser til þess hvorninn þeckia og merkia mä vedrättu-far loptsins .... Af Diario Jens Lauritzsonar utdreiginn og utlagdur, Af reynslu og eptertekt, j sumum stǫdum aukinn af Gysla Biarnarsyne

Athugasemd

Bl. 118r-119r auð.

4 (119v-120r)
Tunglskveiking eftir rímtali stjörnumeistaranna
Titill í handriti

Tungls kveiking Epter Rymtale | Stiỏrnu meystaranna

Athugasemd

Bl. 120v autt.

5 (121r-128v)
Dies quidam anni antiqvorum seculis notatu digni
Titill í handriti

DIES QUIDAM ANNI ANTIQVO|rum Seculis Notatu digni

Tungumál textans
isl
6 (129r-135v)
Um þau tólf himnesku teikn og merki in zodiaco
Titill í handriti

Vmm þaug Tölf Himnesku Teikn | og merke in Zodiaco

Athugasemd

Samið 1655.

Bl. 136 autt.

7 (137r-140v)
Bók um veðráttu ókomna í ofurlensku rími
Titill í handriti

Bok umm Vedrättu okomna I | ofurlendsku Ryme

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
140 blöð (200 mm x 157 mm).
Umbrot

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Styr Þorvaldsson.

Nótur

Nótur á bókfelli í bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Viðbætur í rímtali með hendi Sigurðar Björnssonar lögmanns (sbr. seðil).

Band

Spjöld og kjölur klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

Fjórir seðlar með hendi Árna Magnússonar:

  • Seðill 1 (a) (136 mm x 104 mm): Þetta er ritað eftir hendi síra Jóns Erlendssonar í Villingaholti í bók í folio, sem á Sigurður Sigurðsson yngri í Saurbæ á Kjalarnesi. Collatum est.
  • Seðill 2 (b) (163 mm x 105 mm) með athugasemdum um viðbæturSigurðar Björnssonar lögmanns í rímtali: Við umsa dies þessa calendarii hefur Sigurður Björnsson lögmaður, með sinni hendi ritað obitus aliqvot virorum et feminarum Island. Og þar með ekki prýtt bókina. Það hefi ég sér í lagi látið uppskrifa.
  • Seðill 3 (165 mm x 105 mm): Þessi tafla á bl. 119v og 120rer með annarri hendi* og skrifuð á blað sem autt hefur verið inter hos tractatus.F *höndin á þessu er sama sem á Ragnars sögu Loðbrókar í bók þeirri folio er ég fékk af Þorláki Þórðarsyni (forte Páls Sveinssonar). Allt hitt er með hendi síra Jóns í Villingaholti.
  • Seðill 4 (d) (164 mm x 110 mm )Þessi 4 blöðþ.e. 137r-140veru í bók Sigurðar með annarri hendi (mér virðist Kolbeins Hannessonar) og eru þar rituð á blöð sem af hafa gengið af örkinni, aftan við það sem síra Jón í Villingaholti hefur ritað.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Styr Þorvaldssyni eftir handriti sem Jón Erlendsson skrifaði að mestu og var í eigu Sigurðar Sigurðssonar yngri í Saurbæ á Kjalarnesi (sbr. seðla). Tímasett til upphafs 18. aldar ( Katalog (II) 1894:155 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog (II) 1894: 155-156 (nr. 1826) . Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. skráði handritið 3. nóvember 2003.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, keyptar af Arne Mann Nielsen 1974.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: Colligere fragmenta, ne pereant,
Umfang: s. 1-35

Lýsigögn