Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 720 c 4to

Bartholomeusdiktur ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-2v)
Bartholomeusdiktur
Upphaf

Drottinn gef þú að dikturinn mætur …

Niðurlag

göfga þar með gl-

Athugasemd

Vantar aftan af.

Efnisorð
2
Enginn titill
Athugasemd

Samkvæmt lýsingu frá c1876 var þá einnig undir númerinu 720: 1 skinnblað með broti af Lilju (um 10 erindum) og 2 skinnblöð með broti af Guðspjallavísum (sjá  Katalog (II) 1894:148 ). Samkvæmt athugagrein Árna Magnússonar, á umslagi sem fylgdi þessum brotum, voru þau úr skinnbók frá c1580-1590, sem Árni fékk frá Magnúsi Markússyni, rektor í Skálholti. Í henni voru einnig Píslargrátur, Heim vil eg heimskan telja, Hugbót, Hjónasinna og Ein ný vísa af VII höfuðsyndum (Herra Jesús hjálpin mín). Árni segir bókina liðna undir lok, utan eins blaðs sem hann hafi geymt til sýnis (sjá  Katalog (II) 1894:148 og Biskupa sögur (II) 1878:509 ).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
2 blöð (212 mm x 167 mm).
Umbrot

Einungis skrifað á versósíður.

Band

Fylgigögn

Engir seðlar með hendi Árna Magnússonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til upphafs 18. aldar ( Katalog (II) 1894:148 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog (II) 1894:148-149 (nr. 1817) . Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 29. október 2003.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn