Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 720 a III 4to

Skoða myndir

Kvæði; Ísland, 1500-1599

Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Guðrún Ingólfsdóttir 
Fædd
1. maí 1959 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

1(1r-1r)
LögbrotsvísurLagabrotsvísur
Upphaf

heilög er sú hjálpin mest

Niðurlag

„hér skal fræðið falla. Amen.“

Aths.

Vantar framan af.

Heiti kvæðisins kemur fram í því sjálfu.

Kvæði þetta er t.d. prentað í Vísnabók Guðbrands, 2000 s. 241-245.

2(1r-1v)
Boðorðavísur
Titill í handriti

„Boðorða vísur“

Upphaf

Sjálfur Guð fyrir sonar síns náð

Niðurlag

„góðan hjálpar kjarna / svo vel oooooooooo“

Aths.

Vantar aftan af.

Kvæði þetta er t.d. prentað í Vísnabók Guðbrands, 2000 s. 245-248.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
1 blað (156 mm x 131 mm).
Kveraskipan

Stakt blað.

Ástand

 • Brot.
 • Stór blettur á 1r, þannig að texti er örlítið skertur.
 • Skorið hefur verið af hliðum handrits.
 • Af saumgötum og brotum í blaðinu má ráða að það hefur einhvern tíma verið notað í band.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er 147 mm x 108 mm, en skorið hefur verið neðan af handriti.
 • Línufjöldi er 35-36.
 • Stórir stafir sem lenda í upphafi línu dregnir út úr leturfleti.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, blendingsskrift.

Skreytingar

Bl. 1r: Pennaflúraður upphafsstafur.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 1r: „III“, sem tákn um að handritið sé þriðji hluti í AM 720 a I-XI. Á 1v stendur einnig „III“, en strikað yfir það.

Band

Band frá ágúst 1967 (244 mm x 248 mm x 2 mm). Pappakápa með línkili. Blaðið er límt á móttak. Handritið liggur í öskju með öðrum handritum í AM 720 a I-XI 4to.

Þegar handritið var bundið 1967 var blaðinu af vangá snúið öfugt, þannig að versóhliðin snýr fram en rektóhliðin aftur.

Fylgigögn

Í öskjunni liggur laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Kålund tímasetur handritið til 16. aldar (Katalog II 1894:145). Jón Þorkelsson telur það hins vegar skrifað 1580 (1888:101).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. október 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS jók við 3. júní 2009 og síðar.
 • GI skráði 29. október 2003.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 16. október 1888 (sjá Katalog II 1894:144-147).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn í ágúst 1967.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Vísnabók Guðbrandss. 241-245
Vísnabók Guðbrandss. 245-248
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
1888:101
Vísnabók Guðbrandsed. Jón Torfason, ed. Kristján Eiríksson
« »