Skráningarfærsla handrits
AM 713 4to
Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt
Helgikvæði; Ísland, 1540-1560
![[Glyph image provided by the ENRICH Project via manuscriptorium.com] LATIN SMALL LETTER O WITH CURL](/images/glyphs/e7d3.png)
[Special character shown similar to its original form.]
![[Glyph image provided by the ENRICH Project via manuscriptorium.com] LATIN CAPITAL LETTER O WITH CURL](/images/glyphs/e3d3.png)
[Special character shown similar to its original form.]
Innihald
Rósa
„… málms af grænum pálma …“
„… Endann fel eg svo Guði á hendi. Amen.“
Morknað hefur úr blöðum við innri jaðar og göt eru á leturfleti blaða 1-2 og texti af þeim sökum skertur.
Lilja
„Almáttigur Guð allra stétta …“
„… víst ef léki á dóminús técum.“
Morknað hefur úr blöðum við innri jaðar og göt eru á leturfleti blaða 4-8 og skerðir það texta.
Milska
„Faðir vor Kristur, friður enn hæsti …“
„… hjá þrengdum krossi“
Blað 10 er að hluta ólæsilegt.
Guðmundardrápa
„… leturin votta …“
„…sem ei má þverra.“
Blað 11 er morkið við innri jaðar og texti hefur þar skerts að hluta.
Meyjadrápa
„Orð þitt fyrir miskunn mikla, mærðar grein í kvæði færða …“
„… að liðnum dómi. Amen.“
Titill kemur fyrir á ytri spássíu blaðs 12r, skrifaður smáum stöfum: „Meyjadrápa“.
Dæglur
„Gef eg mig í dag, græðara mínum Guði, í vald …“
„… hreppi hann dýrð í himna höllu, hér skal hróður á enda stá.“
Titill kemur fyrir á ytri spássíu blaðs 14v: „Dæglur eru þetta“.
Syndavísur
„María drottning, mild og skær …“
„… hér skal hróðurinn falla. Amen.“
Titill er á neðri spássíu blaðs 16v, skrifaður smáum stöfum: „Syndavísur“.
Maríuvísur
„[Ágæ]t [vil] eg þér óðinn færa …“
„… Sætust jungfrú María.“
Texti er lítillega skertur í upphafi og hugsanlega einnig við innri jaðar blaðs 18v.
Maríuvísur
Adamsóður
„Brynjar sig með systrum síð …“
„… og leyst frá kvölum og vanda.“
Tvö göt á leturfleti blaðs 20 skerða textann lítillega.
Maríuvísur
„Enginn heyrði og enginn sá …“
„… per omnia secula, ágæt jungfrú. María, María frú lík brú m.s.m.n.“
Boðunarvísur
„Ave dýrust drósa …“
„… og þið María bæði, amen, endast [kvæði].“
Morknað hefur úr blaði 22 og texti skerts af þeim sökum.
Krosskvæði
„Það er upphafligt …“
„… hverfi glaumi. Amen.“
Morknað hefur úr blaði 22 og texti skerts af þeim sökum.
Krosskvæði
„Guð himnanna …“
„… Amen, amen haldist.“
Morknað hefur úr blaði 24 og texti skerts af þeim sökum.
Krosskvæði
„Fyrirlát mér jungfrúin hreina …“
„… svo mætur í Paradís.“
Skrifarinn hefur gleymt versum 17-19 þegar hann skrifaði kvæðið fyrst upp. Þeim bætir hann síðan á spássíur blaða 24v-25r; vers 17 setur hann á ytri spássíu blaðs 24v og vers 18-19 á efri spássíu blaðs 25r (sbr. Íslenzk miðaldakvæði (I 2) 1936:267).
Kvæði um Kaldaðarnesskrossinn
„Sjálfur Guð með sóma nægð …“
„… blíðum Guði vær unni.“
Morknað hefur úr blöðum 25-26 og texti skerts af þeim sökum.
Enginn titill
„María ertu mild og skær …“
„… blíðliga syngi Maríuvers, þeir sem diktinn heyra.“
Morknað hefur úr blaði 26 og texti skerts af þeim sökum.
Heimsósómi
„Mörg er mannsins pína …“
„… Amen blessuð frú.“
Morknað hefur úr blaði 28 og texti skerts af þeim sökum.
Heimsósómi
„Hvað mun veröldin vilja …“
„… langt hin besta enda. Amen.“
Morknað hefur úr blöðum 28r-29v og texti skerts af þeim sökum.
Thomasdiktur erkibiskups Thomasdiktur archiepiscopi
Maríuvísur
„María vil eg þig móðir Guðs …“
„… lofaður í sælu þína.“
Morknað hefur úr blaði 31 og texti skerts lítillega af þeim sökum.
Niðurstigningsvísur
„Djarflig er mér diktan …“
„… sé lofuð um aldir alda.“
Morknað hefur úr blöðum 31-33 og texti skerts lítillega af þeim sökum.
Ljómur
„Hæstur heilagur andi …“
„… amen, amen, endir verður á kvæði.“
Morknað hefur úr blöðum 33-36 og texti skerts lítillega af þeim sökum.
Andreasdiktur
„María drottning mild og blíð …“
„… hún situr í dýrð með æstan sess.“
Morknað hefur úr blaði 36r og texti skerts lítillega af þeim sökum.
Andreasdiktur
„Teimens veit eg tímann rýra … “
„… geym þú oss heldur Guði til handa.“
Titill kemur fyrir á ytri spássíu blaðs 37v, skrifaður smáum stöfum: „Andreasdiktur“.
Maríuvísur
Pétursvísur
Maríuvísur
Maríuvísur
Vitnisvísur af Maríu
Maríuvísur er María gaf barn einni bóndakonu
Maríuvísur
Maríuvísur
Hugraun
Vísur Ceceliu
Heimsósómi
Kvæði um Ögmund biskup
Maríuvísur
Maríuvísur
Tólf postula kvæði
Andreasdiktur
Maríuvísur
Krossvísur
Krossvísur
Ólafsvísur
Vísur af Maríu Magdalenu
Vísur af Maríu Magdalenu
„Ágætt óðar efni …“
„… María fel eg þér enda. Amen.“
Texti hefur skerts efst á blaði 62 þar sem blaðið er morkið við innri jaðar.
Blað 60 er aðeins ræma; þannig er það frá upphafi og texti blaðsins er óskertur.
pDrápa af Maríugráti
Katrínardrápa
Laurentíusdiktur
Christoforusvísur
Súsönnuvísur Siðbót
„Bragarins vín skal bjóða …“
„… græðarinn geymi oss alla.“
Kvæðið í bók Jóns Þorkelssonar „Digtningen paa Island“ endar örlítið fyrr „síðan kalla siðbót þetta kvæði …“
Blað 73v er mjög dökkt og erfitt aflestrar.
Lýsing á handriti
- Blaðsíðumerking 1-146.
Sjö kver + nítján stök blöð sem fest eru sér á móttök.
- Níu stök blöð: blöð 1-9.
- Kver I: blöð 10-11; 1 tvinn.
- Eitt stakt blað: blað 12.
- Kver II: blöð 13-21; 4 tvinn + 1 stakt blað.
- Kver III: blöð 22-29; 4 tvinn.
- Kver IV: blöð 30-39; 5 tvinn.
- Kver V: blöð 40-47; 4 tvinn.
- Kver VI: blöð 48-56; 4 tvinn + 1 stakt blað.
- Níu stök blöð: blöð 57-65.
- Kver VII: blöð 66-73; 4 tvinn.
- Það vantar framan, aftan og innan úr handritinu.
- Flest blöðin fremst í handriti (sjá blöð 1r-11v og víðar) eru eitthvað skemmd, einkum við kjöl. Mörg blöð eru dökk, stökk og skítug og í þau hafa myndast rifur og göt, t.d. blöð 52-53, 55 og blöð 66r-73v. Betra ástand er t.d. á blöðum 57-61.
- Skorið hefur verið af blöðum og sumstaðar vantar hluta fyrirsagnar á spássíu (sjá t.d. blað 55v) og hluta spássíuskreytinga (sjá t.d. blað 12v).
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 155-165 mm x 110-115 mm.
- Línufjöldi er ca 32-34.
- Ein hönd, sú sama og er á AM 604 4to (Katalog (II) 1894:128). Árléttiskrift.
- Upphafsstafir eru dregnir með svörtu bleki og út á spássíu (sjá t.d. blöð 58v-59r).
- Við kaflaskil eru upphafsstafir stærri, fylltir og með pennaflúri.
- Fígúruteikningar eru á blöðum 61r, 64r, 65r og 66r.
- Inn í stöku upphafsstaf gægist andlit, sbr. t.d. á blöðum 31v og 46v.
- Á spássíum blaða má víða sjá litla skreytta ferninga (sjá t.d. blað 12v-13r).
- Titlar, þar sem þeir eru til staðar, eru viðbætur og skrifaðir með fínlegri skrift á spássíur (sjá t.d. blað 45r en þar stendur „Hugraun“ og á blaði 46v „Vísur Cecelíu“.
- Tækifæriskvæði er á neðri spássíu blaðs 31v.
- Vísa með mannsnafni er umskrifuð með nöfnum rúnanna, á neðri spássíu blaðs 46v.
- Athugasemdir sem varða uppröðun blaða hafa verið færðar inn á neðri spássíu blaða 59v og 61r, þegar handritið var yfirfarið. Strikað hefur verið yfir þær.
- Á blöðum 11v-12v, 41v og víðar má greina stafakrot.
Band (213 mm x 180 mm x 47 mm) er frá 1960-1965.
- Spjöld eru klædd fíngerðum striga, leður er á hornum og kili. Fest á móttök.
Sexblöðungur:
- 1) Ítarlegt efnisyfirlit Árna Magnússonar er á seðlum (a-d) með athugasemdum um feril og eigendur.
- Seðill 1 (merktur a, 200 mm x 135 mm, efst á honum er smáseðill, merktur "að a", limður á verso síðu 121 mm x 129 mm) „“ „ +1. aptanaf qvædi se heiter Rosa. p. 1-5. 2. Lilia, sine inscriptione. p. 5-15. 3. Milska, qvædi so kllad, sine titulo et nomine authoris vantar mikid aptanvid p. 15-20. 4. aptanaf Gudmundar drapu Arna abota p. 21-23. +5. Meyar drapa. p. 23-28. +6. Deiglur p. 28-32. +7. [yfirstrikad: Carmine de maria (synda visur) synda visur] id est de 7. pecatis mortalibus. inc. Maria drottning milld ok skiær myskur allra þioda. p. 33-35. +8. carmen ad mariam, de gaudiis epus, incipit: agæt vil ek þier oden færa. p. 36-37. +9. Carmen de Maria, inficetum et barbarum, incipit: Fyser mik at fremia dikt. p. 37-38. +10. Carmen de lapsu Adami et Evæ; et restitutione generis humani, inc. Bryniar sig med systrum sio (er partur ur Adamis ad sem stendur i visna bok.) p. 32-40. +11. Carmen de Maria. inc. Linginn hryndi og einginn sa. p. 40-41. +12. Carmen alterum de Maria inc. Ave duruzt drasa. kallazt i endanum: Bodunar visur. p. 41-43. +13. Carmen de Cruce. et aliis ne beatus sacris incicpit: þat er upphafligt, at var skulum p. 43-45. +14. Carmen alterum de cruce: incip: gud himnanna. p. 45-47. +15. Carmen de Chri. stod Cruce, incipit Fyrer lat mier pingfruen hvina p. 47-49. +16. Carmen um kalldarnesskrossinn. p. 49-51. [efniskrá heldur áfram á 2. seðlinum, merktur b]“
- Seðill 2 (merktur b, 200 mm x 134 mm) „+17. Carmen de maria. kallazt her Peturs dictur, incipit Maria ertu milld oc skiær. p. 51-54. + 18. Heims osome: Maurg er mannsens pina. p. 54-56. +19. Heims osome incipit: Hvad mun verolldinn vilia. p. 56-58. +20. Thomas dictur erchibiscups. nempe carmen de sancto Thomas Archiepiscopo Cantuar. inc. Hæstur heilagur ande heidaur þinn bid eg standa. p. 58-59. +21. Nidurstignings visur. inc. Maria vil ek mier diktan. p. 62-66. +23. [yfirstrikad: Carmen de Maria] Liomur. incipit: Hæstur heilagur andi himnakongrurinn sterke. p. 66-71. +24. [yfirstrikad: Carmen de Maria] Andreas visur. inc. Maria drotning milld og blid, mun eg þier færa odar smid. p. 71-74. +25. Andreas diktur. inc. Carmens veit eg tima ryra. p. 74-75. +26. Carmen de maria. inc. Heidra villde eg helgann Krist. p. 76-79. +27. [yfirstrikad: Carmen de s. Petre] Peturs visur. incip. þier vil ek visur færa. p. 79-80. +28. Carmen de Maria. inc. Maria heyr mik haleitt vif, hrodurenn vil eg þier þier færa. p. 80-81. +29. Mariu visur (adrar) inc. Jhesus mader iungfru skær. p. 81-83. +30. [yfirstrikad: carmen de] vitnis visur af Mariu incipit: heyrdu til upphafs orda, allz vimandi minna. p. 83-85. +31. Mariuvisur: Dyrdar gef þu Dans vordur. p. 85-87. [efniskrá heldr áfram á 3. seðlinum, merktur c] “
- Seðill 3 (merktur c, 200 mm x 134 mm) „+32. Mariuvisur (adrar) Ave agiæt Maria, ave biort sem sol at sia. p. 87-89. +33. Mariu visur: Heilags anda hollim glæst, hrodurenn vil eg þier færa. +34. Hugraun: Hver sem treyster heiminn ä hætt er ad illa vegni. p. 90-92. +35. Ceceliu visur inc. Holldsins girnder heinda mier. p. 92-93. +36. Heims osomi: Hygg eg helldur seggium. hrodur dyrann at skyra. p. 93-96. +37. kvædi um biskup Omund i Skalhollti. Bragsmid er mier bagt at næra. p. 96-99. +38. Carmen: Hæstur heilagur ande, heita mun ek þig aa. p. 99-101. +39. Carmen de Mariam. Heyr þu enn hæste hialpare minn. p. 101-102. +40. de xii Apostolis. inc. Sancte Petur sannur pavi i Roma. p 102-104. +41. Andreas diktur. incipit: Miskunn þin inn milldi gud p. 104-106. +42. Mariu visur. Heyr þu mig dyrust drottins fru. p. 106-107. +43. krossvisur. Dyrdarfullur drottenn minn dyrka villda eg þig. p. 104-110. +44. Kross visur. Sannann gud med sætri grein. p. 110-112. [efniskrá heldur áfram á 4. seðlinum, merktur d] “
- Seðill 4 (merktur d, 200 mm x 134 mm) „+45. um Olaf konung helga. Herlegt folk ok hæverskar þioder. p. 112-113. +46. visur af Maria Magdalena. vil eg þier visur vanda p. 113-115. +47. adrar visur af maria Magdalena. Agiætt odar efni. p. 115-123. +48. Drapa af Mariugrát. ordin gef þu miog til mærdar p. 123-129. +49. Katrinar drapa. Drottenn gef þu dyr at eg mætte. p. 129-134. +50. carmen de S. Laurentis. p 134-138. +51. Carmen de s. Christofore. heiter: Kristoferus visur. incipit: Hæstur gud eg heite a þig. p 138-144. +52. [yfirstrikad: visur af] Susonnu visur. init. Bragarins vin skal bioda. sidbot kallaz qvæded sidst i þvi. p 144-146. +53. Olafs (konungs) visur. vantar aptan vid. incip. gud fader og son þann lif og lios. p. 146. “
- 2) Seðill (186 mm x 124 mm) merktur „e“ með upplýsingum um aðföng og eigendur („þessa carmina sacra hefi eg eignast i tveimur stodum ä Jslandi. Einn hlut þar af gaf mier Mag Jon Þorkelson Widalin. biskup i Skalhollte, og hafde hann þann hlut bokarinnar feinged hia Sr Olafi Gislasyni ad Hofi i Vopnafirdi. Annan hlutinn (og var sä miklu stærre) feck eg annars stadar frä, og hafdi þad fragmentum ä Hofi. Hefr so Sr Olafr i frstu ätt heila okina, og skiled hana ad. Eg lagdi so þetta saman, so sem þad og saman heyrdi.“) er límdur inn á rektóhlið fimmta blaðs sexblöðungsins sem er auð.
- 3) Seðill (198 mm x 99 mm) sem merktur er „f“ og á eru rituð nokkur vísuorð („gud himnanna / Miog er min / di. Suoddan / launen / Þu munt þyda / inn bad mig / Maria mun eg“, er límdur inn á rektóhlið sjötta blaðs sexblöðungsins sem er auð. Fyrsta vísuroðið er: Guð himnanna.
- 4) Laus miði með upplýsingum um forvörslu bands.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1550. Kålund bendir á að vegna innihaldsins (m.a. kvæða eftir Jón Arason biskup) geti handritið ekki hafa verið skrifað fyrr en á fyrri hluta 16. aldar, þó að skriftin virðist benda til loka 15. aldar (Katalog (II) 1894:128). Árni Magnússon skrifaði handritið upp að hluta í AM 710 a-k 4to og AM 711 a 4to.
Árni Magnússon fékk handritið í tveimur hlutum. Annan hlutann gaf Jón Vídalín biskup honum, en hann hafði fengið hann hjá sr. Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði. Hinn hlutann, sem var miklu stærri, fékk hann annars staðar frá, en sr. Árni Þorvarðsson á Þingvöllum hafði fengið hann frá Hofi. Hafði sr. Ólafur á Hofi átt bókina í heilu lagi en tekið í sundur. Árni setti hlutana saman aftur (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 22. apríl 1988.
Aðrar upplýsingar
Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn 1960-1965. Eldra band fylgdi ekki.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem fékk þær frá Kaupmannahöfn.
- Svart-hvítar ljósmyndir af bls. 129-134 á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.