Skráningarfærsla handrits

AM 710 h 4to

Sankti Ólafs vísur

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-10v)
Sankti Ólafs vísur
Upphaf

Herra Olaf hialpari Noregs landa

Athugasemd

Skrifað eftir kálfskinnsbók í 4to sem Árni Magnússon fékk hjá Halldóri Bjarnasyni í Breiðdal í Önundarfirði (sjá saurblað).

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
10 blöð.
Umbrot

Einungis skrifað á versó-síður.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Band

Fylgigögn

Fastur seðill (207 mm x 158 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessar Ólafs vísur Helga eru ritaðar úr kálfskinnsbók in 4to minori, er ég fékk hjá Halldóri Bjarnasyni í Breiðadal í Önundarfirði.

Uppruni og ferill

Uppruni

Með hendi Árna Magnússonar og tímasett til upphafs 18. aldar í  Katalog II , bls. 124.

Samkvæmt AM 477 fol. voru einnig í AM 710 4to, Þeſse papisk Qvæde ſkrifud ä sinne Bladſidu med hende Jons Olafs ſonar biriaſt ſo: Jöfur gefi upphaf, Pétur er páfi Drottins, Drottinn gef þú mér mátt, Postulann skulum vér prísa leita (um S.P.), Prísa vildi ég prúðan dikt (um S. Jakob), Fljóðið ekki finna má (um S. Mariu), Dýrðarfullur Drottinn, Hlýði allir ýtar snjallir óði mínum, Faðir vor Kristur í friðinum hæsta með hendi Jóns Sigurðssonar og einnig rifrildi af Katrínar kvæði með hendi Jóns Ólafssonar, Rósa byrjast Faðir og Son á hæstum hæðum, skrifuð á aðra hverja blaðsíðu með hendi Árna Magnússonar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 5. maí 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 124 (nr. 1766). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 24. september 2001.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn