Skráningarfærsla handrits
AM 687 c 4to
Skoða myndirPredikanir, skírnarformáli o.fl.
Lýsing á handriti
Band frá 1980 (203 mm x 167 mm x 8 mm).
Spjöld eru klædd fínofnum striga, leður á hornum og kili. Blöð eru saumuð á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Uppruni og ferill
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. september 1980.
Aðrar upplýsingar
VH skráði handritið 5. október 2009; lagfærði í janúar 2011. DKÞ skráði handritið 16. september 2003. Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 4. september 1888.Katalog II>, bls. 103 (nr. 1716).
Viðgert og bundið á verkstæði Birgitte Dall í júní 1980. Eldra band fylgir.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
Innihald
Hluti I ~ AM 687 c I 4to
Enginn titill
Um messudaga
„Messudagur Blasii biskupi …“
„… hér á jarðríki sá sem eigin reynd endalykti.“
Predikanir
Með tilheyrandi bænum.
Lýsing á handriti
- Handritið hefur verið blaðmerkt.
- 1 tvinn.
Blað 1 er skemmt.
- Eindálka.
- Leturflötur er ca 140-150 mm x 110-115 mm.
- Línufjöldi er ca 27-29.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1500 (sbr. ONPRegistre, bls. 462, og Katalog II, bls. 103).
Árni Magnússon fékk bl. 1-2 frá Guðrúnu Ögmundsdóttur í Flatey árið 1707, og bl. 3-4 frá Sigurði Sigurðssyni á Firði sama ár.
Hluti II ~ AM 687 c II 4to
Formáli fyrir presta við barnsskírn um guðsifjar
Latína
Enginn titill
Kristinréttur Árna biskups
Hluti af lögunum, greinar um barnsskírn.
Íslenska
Bæn við jarðarför
Íslenska
Lýsing á handriti
- Engin tölumerking er á blöðum.
- Upphafsstafir eru blekfylltir og pennaskreyttir.
Viðbót með yngri hendi (minni og þéttari skrift) á bl. 1r-1v, tímasett til 15. aldar í Katalog II, bls. 103.
Uppruni og ferill
Handritið er skrifað á Íslandi. Upprunalegur hluti handritsins (bl. 1r:8-1v og 2r-2v) tímasettur til ca 1480 (ONPRegistre, bls. 462), en til 14. aldar í Katalog II, bls. 103.
Árni Magnússon fékk blöðin frá Guðrúnu Ögmundsdóttur í Flatey árið 1707.