Handrit.is
 

Skráningarfærsla handrits

AM 673 a III 4to

Handrit hefur ekki verið myndað stafrænt

Teiknibókin; Ísland, 1450-1475

LATIN SMALL LETTER O WITH CURLLATIN SMALL LETTER O WITH CURL

[Special character shown similar to its original form.]

Nafn
Valgerður Hilmarsdóttir 
Fædd
15. maí 1956 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Haraldur Bernharðsson 
Fæddur
12. apríl 1968 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Kålund, Kristian Peter Erasmus 
Fæddur
19. ágúst 1844 
Dáinn
4. júlí 1919 
Starf
Bókavörður 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Giovanni Verri 
Fæddur
20. desember 1979 
Starf
Stúdent 
Hlutverk
student 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Þórunn Sigurðardóttir 
Fædd
14. janúar 1954 
Starf
 
Hlutverk
Skrásetjari 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Már Jónsson 
Fæddur
19. janúar 1959 
Starf
 
Hlutverk
Fræðimaður 
Ítarlegri upplýsingar
Nafn
Jóhanna Ólafsdóttir 
Fædd
13. janúar 1949 
Starf
 
Hlutverk
Ljósmyndari 
Ítarlegri upplýsingar
Tungumál textans
Íslenska

Innihald

(1r-21v)
Teiknibókin
Aths.

Teiknibók með fáeinum útskýringum á íslensku, ásamt nokkrum yngri viðbótum af óskyldu efni. Myndirnar eru pennateikningar er sýna atburði úr Biblíunni, af lífi helgra manna og þ.u.l.; ennfremur eru þar nokkrar ævintýramyndir, skreytivafningar og fleira.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
21 blað (170-180 mm x 127-135 mm).
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt er með rauðum lit.

Ástand

 • Skinnið er mjög illa farið af fúa og skaddað á ýmsa aðra lund.
 • Neðri helmingur blaða 4 og 19 hefur verið skorinn burt.

Umbrot

 • Myndflötur er nokkuð afmarkaður við innri, ytri og efri spássíur.

Skreytingar

 • Pennateikningar.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Eftirfarandi viðbætur eru í handritinu:

 • blað 1r:
  • (i) stefnuformáli (íslenskur),
  • (ii) latneskar orðskýringar,
  • (iii) reikningsgjörð (íslensk).
 • blað 18r: Kristsbæn (íslensk).
 • blað 20v: fjórar Kristsbænir (íslenskar).

Band

 • Blöðin eru í plastvösum og geymd í pappaöskju ásamt AM 673a I og AM 673a II.

Fylgigögn

 • Seðlar með upplýsingum um aðföng og feril eru merktir a-l; tveir seðlar eru ómerktir, annar er auður milli seðla c og d og hinn er aftast og á honum upplýsingar um rétt blaðtal fyrir blöð handritsins.
 • Seðill 1 (merktur a, 166 mm x 109 mm) „þad gamla fragment af þeirri postillu ä pergament vid Þingvalla kirkiu. Sagde Sr Arne Þorvaldßon mier 1685. Sig lied hafa Lauritz Gottrup. og efter feinged. Sidan villdj hann (þa af Amtmann Muller þar um spurdr var aftur obersecreterer Mothis ordre) Eckert af þeßu fragmente vita, og lietst þad alldrej haft hafa. Gottrup i lika mata segest 1698. þad alldrj haft hafa og eckert þar til vita. α Annars hefe biskupinn Mag=Jon Þorkelßon ij sinu ungdæmi þetta Fragment sialfur Arna sied, og hefur mier fyrer nockrum ärum tilskrifad, ad þad eij være kirkiunnar eign, helldur Sr Arna, og ætlar þad Lucidarium vera. lofar og vidara þar efter ad spyria. α] og þad þiker mier lïklegt. Þorlakur Þordarson skrifadj mier fyrer nockrum árum sier sagt vera, ad þetta fragment flækiast mundj ij bland boka Sr Olafs Salugs Jonßonar ij Hitardal, enn sannindj þar á vilj hann eij Sr Arnj vilj eckert her til ad seigia. Ecki get eg neinstadar Lucidarium upp spurt, og ej er hann ij Hitardal. Sr Arni seiger Amtmadur hafi alldrj sier um vid sig talad. nu stendur vid þad ad lauritz af sier feinged hafj. mag. Jon 1699.“
 • Seðill 2 (merktur b, 164 mm x 102 mm) „Lucidario /: er Mag. Jon sä ä Þingvollum /: sagde Sr olafur Jonsson skolameistari ad Kolbeinn koparmidur hafdi fra sier st? ur Reykhollti, Mag. Jon hefe sied þennann er eg feinged hefi fra Skalhollts folki, og seiger hann þad ei [yfirstrikad: hafa] vera þennann er hann ä Þingvollum sä, þvi sä same hafi vered med megri og smærri skrift (so vïtt hann til minest; eins og ä þeim 4. Olafs sogu blodum er Halfdan ä Reykium sendi mier eda og þeir ämöta vid) Item hafi þar got vered, og eitt dyr afrissad þar einhversstadar. hafi annars vered i 8vo. eins og hinn fra Skalholltsfolki.“
 • Seðill 3 (merktur c, z166 mm x 102 mm) „ur lucidario sem snemma scipit. svo scropar drofoll sig viþ þa menn sem lifa at munoþom sinum. oc dregr þa i diup meþ ser. þetta er bokin Elucidarius. stöd einhverstadar [þad stendur ä margine mins lucidarii] dyr ritt eda fleiri voru i bokinni afrissud. Ex relatione Mag. Jons Þorkelssonar.“
 • Seðill 4 (ómerktur, 166 mm x 104 mm) auður
 • Seðill 5 (merktur d, 165 mm x 104 mm, er fyrsta blað tvinns, sem aftara blaðið er seðill merktur e) „Skriftarlaged ä þvi, sem stendur aptanvid billede bök má (er eg fieck af Sr Þörde Oddßyne) þiker Magister Jone Þorkelßyne (so vitt hann til man) lik þeirre er var ä lucidario ä Þingvollum, nema ef hun hafe vered nockru smærra. 1703. Hine ij stendur og su Phrasis at senmma skipit. Kannske (α) þetta sie sama bökin og sin sidan hun ä Þingvollum var, rifed aptan af henne, þad þar inne hefur þä frekara vered, enn nu er. ϯ Kann þad vered hafa Lucidarius ϯ (β) Ŧ Kynni og liett Ŧ (γ) vera, ad Sr Arna hefdi misminnt, hver bökina af fornu feinged hefde. Kynni Jlluge Jonßon frä Urdum, hana frä honum feinged hafa. Nu sidan hefe eg grandvarlegar ij giegnum skodad þeßa billede bök, og vantar ij hana framan vid [heldur áfram á d seðlinum]“
 • Seðill 6 (merktur e, 165 mm x 104 mm, er aftara blað tvinns, sem fyrsta blaðið er seðill merktur d) „þau moralia, sem þar inne eru, hia sierhverre dyrsmynd. bodar þad sig so, ad su sententia: svo scropar diofull etc. hafe þar inne staded og efast ef nu varla (α) um, ad oll sin ein b-en, og hin sama, su er var ä Þingvollum, og hefur hun, þä Ö skertare vered enn nu er hun. [β] Hvert Lucidarius hafe nockurn tima ij þeßu volumine vered, þiker mier nu övist. Kunne þad vera misminne, ad Sr Olafur Þeßa bök þeckt hefde og lucidarium kallad. þætte mier liklega ad ij þad sama sinn sieu med þeßa b-k var a Þingvollum fared, minne Sr Olafur so sieu à propos hafa minnst ä þann frä Sier stolua lucidarium Enn hiner sem tilheyrdu misteked epter, edur og sidan, af misminne confererad þetta tvent, Kynne lucidarius sä, er Sr Olafur äminnstest ad vera, sä same, sem eg nu hefe in octavo, feingenn af Skalholltz (Magisterz Þördar) fölke. (et id nunc certo credo] γ] hann mun ad vïsu misminnt hafa, nema Lauritz logmadur, hafe eckert uppä bokena reflecterad, og so strax kastad henne burt og hun so sïdan komist i Erlendz hendur.“
 • Seðill 7 (merktur f, 156 mm x 102 mm) „þennann lucidarium hefi eg feinged frä Skalholltsfölke og hafde hann (ef mig riett minner) vered eign Gisla magnussonar. þad er ei sä er Mag. Jon sä til forna ä Þingvollum hverium Sr Olafur Jonsson (skolam?) sagdi Kolbein koparsmidur fra sier st? fa ur Reykhollti. þvi sa same (ä Þingvollum) var med megri og smærri skrift (so vïtt biskupenn til minnest) Item voru þar got ä og riett dyr freissad einhverstadar ä. Annars var hann i 8vo. eins sem þesse.“
 • Seðill 8 (merktur g, 165 mm x 94 mm) „Jnter Anshelmi opera impressa est Elucidarium, sive Dialogus Theologicus: qvi tamen pertinere putator ad Honorium Augostodunensem.“
 • Seðill 9 (merktur h, 158 mm x 93 mm) „Billede bokina ä pergament feck Sr þorde Oddzson hia Sr Þorarne ï Stærra Arskoge, enn hann fra Jlluga Jonssyni α i nesi i Laufás kirkiusokn. Sr Þordur meinar Lauritz logmann hana alldri ätt hafa. α] (Jllugasonar) frä urdum, sem dö 1703.“
 • Seðill 10 (merktur g, 163 mm x 103 mm) „Sr Þordi Oddzsyne skrifad i maio 1704. Ad inqvirera svo nakvæmlega sem skie hann, hvar Jlluge Jonßon . feinged mune hafa Billede0bökina, og hvert ecke nume uppspyriast kunna, þad sem ij hana vantar framan vid þar dyra mynder sem moralizationenn hia stendur. Respondit ille in Junio 1704. Brief ydar af Sat: 8 Maij þeßa ars medtok eg 25 Junij, hveriu / þvi undur / ei svo fullnægt get sem villdi, þvi ei kom eg uppspyria þan blod sem vanta fyrer framan þvi pergaments druslu sem umtalad. Nær eg heim kom ij fyrra sumar, skrifade eg til Illuga Salugum Jonssyne og bad hann lata mig vita hvar feinged hefde greint kver, enn hann giorde mier bod, ad af vestfiordum til sin borest hefde og hid sama seiger mier Sr Þorarenn, ad sier sagt hafe, enn ei hvordan, edur ur hvors eigum og eckert soddan kunne ad finnast ä ärum Jlluga, epter hann daudann, og ei hafe eg annad af þeßu upspyria kunnad nu innlagt blad. id consumxi cum reliqvo libro.“
 • Seðill 11 (mertkur k, 161 mm x 101 mm) „Sr Þordr Oddzson dö sidan 1704. mense Novembri.“
 • Sðeill 12 (merktur l, 164 mm x 107 mm) „Billende bökina ä perment feck Sr Þordur Oddzson hia Sr Þörarne ij Stærra Ärskogae, enn hann frä Jluga Jonßyni α i nese i laufas kirkiusökn. Sr Þordur meinar Lauritz logmann hana alldrei ätt hafa. α] (Juulga sonar) fra Urdum Jllugi dö 1703. “
 • Seðill 13 (ómerktur, 188 mm x 144 mm) á honum er rétt blaðtölu með unglegri hendi

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett ca 1450-1475 í ONPRegistre, bls. 461, en til 15. aldar í Katalog II, bls. 91, og nokkur blöð til 16. aldar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. júní 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 17.ágúst 2009,

Haraldur Bernharðsson skráði í  febrúar 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar17 ágúst 1888 (sjá Katalog II>, bls. 90-92 (nr. 1682).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Litið eftir í júní 1984.

Gert við og lagt í sýrufría plastvasa og búið um í öskju í nóvember 1967.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem Jóhanna Ólafsdóttir gerði eftir filmum sem teknar voru sumarið 1994.

Notaskrá

HöfundurTitillRitstjóri / ÚtgefandiUmfang
Ordbog over det norrøne prosasprog: Registreed. Den arnamagnæanske kommision
Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamlinged. Kristian Kålund
Plácidus saga, 1998; 31: s. clvi, 124, [4] p.
Björn Th. Björnsson„Meistarinn drátthagi í Árnasafni“, Skírnir1950; 124: s. 16-28
Carla Cucina„The rainbow allegory in the Old Icelandic Physiologus manuscript“, Gripla2011; 22: s. 63-118
Stefan Drechsler„Ikonographie und Text-Bild-Beziehungen der GKS 1005 fol Flateyjarbók“, Opuscula XIV2016; s. 215-300
Guðbjörg Kristjánsdóttir„Íslenskt saltarablað í Svíþjóð“, Skírnir1983; 157: s. 64-73
Guðbjörg Kristjánsdóttir, Páll Skúlason„Um Íslensku teiknibókina. Rætt við Guðbjörgu Kristjánsdóttur“, Skjöldur1997; 15: s. 14-17
Guðbjörg KristjánsdóttirÍslenska teiknibókin
Guðbjörg Kristjánsdóttir„Fyrirmyndabókin Physiologus (AM 673 a II, 4to)“, Handritasyrpa : rit til heiðurs Sigurgeiri Steingrímssyni sjötugum 2. október 2013, 2014; 88: s. 183-202
Guðbjörg Kristjánsdóttir„Lýsingar í íslenskum handritum á 15. öld“, Gripla2016; 27: s. 157-233
Guðbjörg Kristjánsdóttir„Þrjár krýndar konur“, Kona kemur við sögu2016; s. 117
Guðvarður Már Gunnlaugsson„Messudagar kvendýrlinga“, Kona kemur við sögu2016; s. 23-31
Hjalti Hugason„Frumkvöðull siðbótar á Norðurlandi?“, Saga2015; 53:1: s. 42-71
Jónas Kristjánsson„Bókfell og bókmenntir“, I: s. 9-18
Agnete Loth„Småstykker 11-12“, s. 361-363
Ellen Marie MagerøyIslandsk hornskurd. Drikkehorn fra før "brennevinstiden", 2000; Supplementum 7
Færeyinga saga, ed. Ólafur Halldórsson1987; 30: s. cclxviii, 142 s.
Selma JónsdóttirGjafaramynd í íslensku handriti = A picture of a donor in an Icelandic manuscript of the 14th century, Árbók Hins íslenska fornleifafélags1964; s. 5-19
Selma Jónsdóttir„Lýsingar Helgastaðabókar“, II: s. 90-124
Didrik Arup Seip„Palæografi. B. Norge og Island“, Nordisk kultur1954; 28:B
Sigurgeir Steingrímsson„Stefán Karlsson dr. phil h.c. 2.12.1928-2.5.2006“, Gripla2006; 17: s. 193-215
Svavar Sigmundsson„Handritið Uppsala R:719“, s. 207-220
Íslenskar bænir fram um 1600, ed. Svavar Sigmundsson2018; 96: s. 403
Vilborg Auður Ísleifsdóttir„Íslensk klausturmenning á miðöldum [ritdómur]“, Saga2018; 56:2: s. 164-171
« »