Skráningarfærsla handrits

AM 660 4to

Péturs saga postula ; Ísland, 1475-1500

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-25v)
Péturs saga postula
Athugasemd

Eyður á eftir bl. 1, 3, 4, 5, 6, 7, 14, 18, 19bis, 21.

Bl. 1r upprunalega autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
25 blöð, þar með talin 17bis og 19bis ().
Umbrot

Ástand

  • Bl. 1r nánast ólæsilegt.
  • Bl. 18 og 19 mjög slitin og rifin.

Skrifarar og skrift

Ein hönd. Yngri hönd hefur skrifað á bl. 1r.

Skreytingar

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðar fyrirsagnir.

Band

Band frá mars 1973.

Fylgigögn

Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar.

  • Seðill 1 (156 mm x 94 mm) fremst: Péturs saga frá síra Jóni Björnssyni á Þæfusteini.
  • Seðill 2 ( 78 ): Úr Péturs sögu og Páls. Fengið úr öðrum stað en hitt fyrra.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til loka 15. aldar (sjá  Katalog II , bls. 73, og ONPRegistre , bls. 460).

Bl. 10 og 13 voru áður merkt AM 658 4to A.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið, að undanskildum bl. 18-19, frá sr. Jóni Björnssyni á Þæfusteini (sjá seðla).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. júlí 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 73-74 (nr. 1653). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 17. september 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í mars 1973. Eldra band fylgir ekki.

Yfirfarið í Kaupmannahöfn í júní 1991.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist, Mediaeval Studies
Umfang: s. 294-337
Höfundur: Þórður Ingi Guðjónsson
Titill: Apostlene i islandsk middelalderlitteratur, Den nordiske renessansen i høymiddelalderen
Umfang: s. 83-99
Lýsigögn
×

Lýsigögn