Skráningarfærsla handrits

AM 615 o 4to

Sörla rímur sterka ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-34v)
Sörla rímur sterka
Titill í handriti

Hier byriaſt Rimur | af Sörla hinum Sterka | kvednar af | Þorde Ions syne Anno 1682

Skrifaraklausa

Endad Anno 1694. þan 6 februarij. Eyjolfur þorbjornsson med Eigin hendi

Athugasemd

14 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Vatnsmerki á fyrsta blaði og fremra saurblaði, fangamark ICD (bl. 1 ).

  • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdams (bl. 3, 7, 8, 9, 10, 13, 14, 19, 20, 23, 24, 25, 26 ).

  • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 29, 30 ).

Vatnsmerki á seðli er Maid of Dort.

Blaðfjöldi
i + 34 blöð (208 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerking með svörtu bleki á annari hverri rektósíðu 1-67 og 68. Síðari tíma viðbót.

Önnur hönd hefur bætt við blaðsíðumerkingu með blýanti á hverja rektósíðu.

Kveraskipan

Fimm kver:

  • Kver I: bl. fremra saurblað-4 (fremra saurblað+1, 2, 3, 4), 1 tvinn, 3 stök blöð.
  • Kver II: bl. 5-12 (5+12, 6+11, 7+10, 8+9), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 13-20 (13+20, 14+19, 15+18, 16+17), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 21-28 (21+28, 22+27, 23+26, 24+25), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 29-34 (29, 30, 31+34, 32+33), 2 stök blöð, 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 165-180 mm x 135-140 mm.
  • Línufjöldi er 29-32
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blöð eru óskorin.
  • Blettótt og smá skemmdir víða.
  • Jaðar bylgjaður.

Skrifarar og skrift

Með hendi Eyjólfs Þorbjörnssonar, blendingsskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir, eru blekdregnir skrautstafir (ca. 4-5 línur), minni upphafstafir (2 línur) eru minna skreyttir. Upphafstafirnir eru skreyttir með blómaformum og línum.

Línufylling við lok erinda. Við lok rímu eru allt að þrjár línufyllingar.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Bl. 1 innskotsblað frá Árna Magnússyni, sem skrifar titil á rektó-síðu.
  • Á bl. 1r), Árni hefur bætt við: Sỏrla Rimur ens sterka, ordtar af Þorde Jonssyne.
  • Ýmsar spássíugreinar, sumt eftir skrifara og annað eftir seinni tíma hönd.
Band

Band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titill og safnmark er skrifað framan á kápu með bleki. Á spjaldblöðum er af prentuðu máli. Tveir límmiðar eru á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill (163 mm x 99 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessar rímur eru komnar frá Eyjólfi í Langey til Jóns Magnússonar, en frá honum til mín 1707.

Á versó-síðu hefur verið krossað yfir leifar af ættartré með hendi Árna. Fremst í annari línu stendur: Ketill Jỏrundsson, prestur ad Hvamme i Hvammssveit, síðan kemur Gudlaug. Fyrir neðan stendur: Gudrun, sem er barn Ketils and Guðlaugar, þ.e. móðir Árna. Á versó-síðu seðils AM 612 c 4to er samskonar ættartré, en umhverfis föður Árna.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi.

Með hendi Eyjólfs Þorbjörnssonar og skrifað 1694 (sjá Katalog II, bls. 28).

Samkvæmt AM 477 fol. voru einnig í þessu handriti Rímur af Sigurði Fornasyni með settaskriftarhendi Jóns Sigurðssonar, en eru þar ekki lengur.

Ferill

Árni Magnússon fékk hjá Jóni Magnússyni 1707 en hann hafði fengið hjá Eyjólfi í Langey.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. apríl 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 4. mars 2024.
  • ÞS skráði 7. nóvember 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 28 (nr. 1599). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Lýsigögn
×

Lýsigögn