Skráningarfærsla handrits

AM 615 n 4to

Sveins rímur Múkssonar ; Ísland, 1693

Athugasemd
Handritið er samsett úr tveimur hlutum.
Tungumál textans
íslenska

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír (vatnsmerki, einnig á innskotsblöðum).
Blaðfjöldi
72 blöð (210 +/- 1 mm x 162 +/- 1 mm). Autt bl. 6v.
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking með rauðu fyrir miðri neðri spássíu, 1-72.
  • Síðari tíma blaðsíðumerking á stöku stað.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1-6 eru innskotsblöð með hendi Árna Magnússonar og viðbætur og leiðréttingar með annarri hendi á 1r-v.
  • Athugasemdir við texta á 25r, 72v.
  • Leiðréttingar skrifara og annarra á 8v, 23v, 65r, 71v.
  • Áherslumerki mjög víða og sums staðar strikað undir orð eða yfir.
  • Handritsnúmeri bætt við á 1r og neðst á 7r.

Band

Band frá c1772-1780 (210 mm x 167 mm x 4 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Fylgigögn

Fastur seðill (166 mm x 98 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með athugasemdum um uppruna rímnanna og höfund þeirra: Saga af Sigurði Múkssyni hefur verið til, þótt nú finnist hvergi. Kolbeinn Grímsson mun hafa heyrt hana sagða utanbókar og gerði þar eftir rímur sínar, kannski og aukið sums staðar í efnið úr sínu höfði. (sjá einnig 5v-6r).

Uppruni og ferill

Uppruni

Sennilega skrifað á Íslandi.

Skrifað 1693 (sjá skrifaraklausu).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. apríl 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 4. mars 2024.
  • ÞS tölvuskráði 23.-24. janúar 2003.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 14. mars 1888 (Katalog (II) 1889: 28 (nr. 1598)).

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall 1964.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Hluti I ~ AM 615 n 4to (Hluti I)

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-5v)
Rímur af Sveini Múkssyni
Titill í handriti

Ur Rïmum af Sveine Muksins | syne

Upphaf

Sveinn var frillusonr ...

Niðurlag

... i geyse hárre elle

Athugasemd

Inntak rímnanna með hendi Árna Magnússonar ásamt viðbótum og leiðréttingum annars skrifara á 1r-v.

Á 5v-6r eru athugasemdir um rímurnar og höfund þeirra með hendi Árna.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam (bl. 1, 3, 4, 6 ).

    Mótmerki: Fangamark PLB? (bl. 2, 5 ).

Blaðfjöldi
6 blöð (210 +/- 1 mm x 162 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðmerking með rauðu fyrir miðri neðri spássíu, 1-6.
  • Síðari tíma blaðsíðumerking á stöku stað.

Kveraskipan

Eitt kver:

  • Kver I: 1-6 (1+6, 2+5, 3+4), 3 tvinn.

Umbrot

  • Leturflötur er 155-165 mm x 115-130 mm.
  • Línufjöldi er 26-29.
  • Upphafsstafur erinda víða dreginn út úr leturfleti.
  • Griporð.

Skrifarar og skrift

Með hendi Árna Magnússonar, fljótaskrift. .

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Sjá fyrir ofan.

Hluti II ~ AM 615 n 4to (Hluti II)

Tungumál textans
íslenska
1 (7r-72v)
Rímur af Sveini Múkssyni
Titill í handriti

Hier Skrifast Rÿmur Af Sveine Mwk|sins Syne Kvednar af Kolbeine S. Gr|ÿms Syne

Upphaf

Hleiðólfs bát eg hrindi á dröfn ...

Niðurlag

... upp hædanna Herra

Skrifaraklausa

Ender Sveins Rÿmna. Anno 1693

Athugasemd

23 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Dárahöfuð með sjö bjöllum á löngum kraga (bl. 9, 10, 11, 12, 17, 18, 19, 20, 25, 26, 27, 28, 31, 32, 37, 38, 39, 41, 44, 46, 48, 50, 51, 53, 56, 58, 59 ,61, 63, 65, 68, 70 ).

    Mótmerki: Fangamark, með tveimur stöfum: EP? (bl. 7, 8, 13, 14, 15, 16, 21, 22, 23, 24, 29, 30, 33, 34, 35, 36, 40, 42, 43, 45, 47, 49, 52, 54, 55, 57, 60, 62, 64, 66, 67, 69, 71?, 72? ).

Blaðfjöldi
66 blöð (210 +/- 1 mm x 162 +/- 1 mm).
Tölusetning blaða

  • Síðari tíma blaðsíðumerking á annari hverri rektósíðu 1-127, 132.
  • Síðari tíma blaðmerking með rauðu bleki á rektósíðu 7-72.

Kveraskipan

Átta kver:

  • Kver II: bl. 7-14 (7+14, 8+13, 9+12, 10+11), stakt blað, 3 tvinn, stakt blað.
  • Kver III: bl. 15-22 (15+22, 16+21, 17+20, 18+19), stakt blað, 3 tvinn, stakt blað.
  • Kver IV: bl. 23-30 (23+30, 24+29, 25+28, 26+27), 4 tvinn.
  • Kver V: bl. 31-38 (31+38, 32+37, 33+36, 34+35), 4 tvinn.
  • Kver VI: bl. 39-46 (39+46, 40+45, 41+44, 42+43), 4 tvinn.
  • Kver VII: bl. 47-54 (47+54, 48+53, 49+52, 50+51), 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 55-62 (55+62, 56+61, 57+60, 58+59), 4 tvinn.
  • Kver IX: bl. 63-72 (63+70, 64+69, 65+68 66+67, 71, 72), 4 tvinn, 2 stök blöð.

Umbrot

  • Leturflötur er 170 mm x 125 mm.
  • Línufjöldi er 26-29.
  • Leturflötur afmarkaður með þurroddi.
  • Upphafsstafur erinda víða dreginn út úr leturfleti.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Stórir rakablettir á bl. 7-23, en skerða ekki texta.
  • Lítill blekblettur fyrir miðju bl. 17r-18v.
  • Rifið hefur verið ofan af bl. 23 og er texti lítið eitt skertur.
  • Nokkrir stafir skýrðir upp á 70v-72v.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir rímna dregnir stærra og dálítið skreyttir.

Upphafsstafir erinda víða dregnir stærra.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Sjá fyrir ofan.

Uppruni og ferill

Uppruni
Sennilega skrifað á Íslandi árið 1693.

Notaskrá

Höfundur: Björn K. Þórólfsson, Kolbeinn Grímsson
Titill: Sveins rímur Múkssonar, Rit Rímnafélagsins
Umfang: 1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn