Skráningarfærsla handrits

AM 615 m 4to

Rímur og kvæði ; Ísland

Athugasemd
Hektors rímur og Kossakvæði
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-17v)
Hektors rímur
Titill í handriti

Hectors Rymur

Athugasemd

16 rímur.

Efnisorð
2 (17v)
Kossakvæði
Titill í handriti

Koſsakvæde

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Lítið dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 3, 4, 5, 6, 11, 12, 13, 14 ).
Blaðfjöldi
17 blöð (204-208 mm x 162 mm).
Tölusetning blaða

Blaðmerkt á neðri spássíu 109r-124v.

Blaðmerkt á efri rektósíðu með blýanti 1-17, á flestum blöðum.

Kveraskipan

Tvö kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-17 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13, 17), 4 tvinn, 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 180 mm x 130 mm.
  • Línufjöldi er 44-47.
  • Griporð, bl. 1r.

Ástand

  • Blettótt.
  • Mörg blöð óhrein og dökk.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, óþekktur skrifari, sprettskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir stundum dregnir örlítið stærra.

Band

Band frá c1772-1780 (210 mm x 167 mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Á spjaldblöðum prentað mál. Tveir límmiðar á kili.

Fylgigögn

Laus seðill um forvörslu árið 1964 og síðast skoðað 1991 áður en handritið var sent til Íslands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og er tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 27.

Samkvæmt AM 477 fol. voru einnig í þessu handriti Rímur af Sigurði Fornasyni með settaskriftarhendi Jóns Sigurðssonar, en eru þar ekki lengur.

Handritin AM 615 f-m 4to voru áður saman í einni bók (sjá athugasemd Jóns Ólafssonar úr Grunnavík á bl. 1r í AM 615 f 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. júní 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 4. mars 2024.
  • ÞS skráði 6. nóvember 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 27 (nr. 1597). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í maí 1991.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn