Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 615 k 4to

Kvæði og lausavísur ; Ísland, 1600-1700

Athugasemd
Rímur af Flóres og Leó, Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-1v)
Rímur af Flóres og Leó
Upphaf

[Feri]an Aasa falz vr vór ...

Niðurlag

... bundinn j nausti [þ]ag[na]

Athugasemd

Brot, einungis 16. ríma. Texti einnig skertur vegna skemmda.

Efnisorð
2 (2r-8r)
Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu
Upphaf

Bryniu klæddist beyntt i stad ...

Niðurlag

... raade þockum synum

Athugasemd

Óheilar, byrja í 2. rímu, 19 erindi.

Efnisorð
3 (8r-8v)
Kvæði og lausavísur
3.1 (8r)
Hexametra
Upphaf

Rétt rannsaks spurnin rök ...

Athugasemd

2 vísur.

3.2 (8v)
Tóbaks vísur
Upphaf

Nú þorna nefin ...

Athugasemd

6 erindi.

3.3 (8v)
Lausavísa
Upphaf

Se[000]rð á fyrst að syngja ...

Athugasemd

Texti örlítið skertur vegna slits og skemmda á innri spássíu.

3.4 (8v)
Leirkarlsvísur
Upphaf

Skyldir erum við skeggkarl tveir ...

Athugasemd

5 erindi.

Texti örlítið skertur vegna slits og skemmda á innri spássíu.

3.5 (8v)
Hestastrákur
Titill í handriti

Gräna Vysur

Upphaf

Átti Gráni og Ími ...

Athugasemd

2 erindi.

Texti örlítið skertur vegna slits og skemmda á innri spássíu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerki.
  • Aðalmerki: Stórt dárahöfuð (bl. 3, 4, 5, 6 ).
Blaðfjöldi
8 blöð (203 mm x 162 mm).
Tölusetning blaða

  • Gömul blaðmerking á bl. 2-8 fyrir miðri neðri spássíu, 161-167. Neðri spássía bl. 1 er skemmd.
  • Síðari tíma blýantsmerking á stöku stað.

Kveraskipan

Eitt kver: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.

Umbrot

  • Leturflötur er 180 +/-1 mm x 140 +/-1 mm.
  • Línufjöldi er u.þ.b. 46-51.

Ástand

Skítablettur þekur stóran hluta bl. 1, en einnig er texti skertur vegna skemmda á jöðrum blaðsins.

Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

I. 1-8r: Óþekktur skrifari, sprettskrift.

II. 8r-8v: Óþekktur skrifari, kansellískrift.

Skreytingar

Upphafsstafir stundum dregnir örlítið stærra.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 8r (7 neðstu línurnar) og 8v gætu verið viðbætur.
  • Leiðréttingar á spássíu 3r.
  • Efst á 1r er skrifað með hendi Jóns Sigurðssonar: Flóres og Leó. 16. r..
  • Númer handrits skrifað á ytri spássíu 1r.

Band

Band frá c1772-1780 (210 mm x 167 mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi, og tímasett til 17. aldar (sjá Katalog (II) 1894: 27).

Handritið var áður hluti af stærri bók, nú AM 615 f-m 4to.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • MJG uppfærði vatnsmerki með gögnum frá BS, 4. mars 2024.
  • ÞS skráði 23. janúar 2003.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 29. október 1889 ( Katalog (II) 1894: 27 (nr. 1595)).

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn af Birgitte Dall 1964.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Notaskrá

Höfundur: Bjarni Jónsson, Hallgrímur Pétursson
Titill: Rímur af Flóres og Leó, Rit Rímnafélagsins
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Sigmundsson
Umfang: 6
Höfundur: Finnur Sigmundsson, Hallgrímur Pétursson
Titill: Króka-Refs rímur og Rímur af Lykla-Pétri og Magelónu, Rit Rímnafélagsins
Umfang: 7
Höfundur: Hallgrímur Pétursson
Titill: Ljóðmæli 2
Ritstjóri / Útgefandi: Kristján Eiríksson, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn